Ráðagerði á Seltjarnarnesi

 

Ráðagerði á Seltjarnarnesi seltjarnarnes veitingahús veitingastaður á seltjarnarnesi restaurant Radagerdi útsýni
Ráðagerði á Seltjarnarnesi

Ráðagerði á Seltjarnarnesi

Við heimsóttum veitingastaðinn Ráðagerði í rjómablíðu og það magnaði upplifunina, en þó er staðurinn svo fallega staðsettur (rétt hjá Gróttuvita) og hlýlegur að það er örugglega líka gaman að koma þangað í vitlausu veðri. Ég hugsa að nauðsynlegt sé að panta borð, a.m.k. var staðurinn troðfullur af gestum.

Það er líka gaman að koma á stað sem ber íslenskt nafn. Erlend nöfn eru alltaf dálítið heimóttarleg, eins og sé verið að leyna því að við séum á Íslandi. Hey, ferðamenn vilja upplifa það að vera á Íslandi! Þarna stóð bóndabærinn Ráðagerði í gamla daga og á veggjum eru myndir af fyrri ábúendum, notaleg tenging við fortíðina. Staðurinn er elegant og heimilislegur í senn. Hvað sem því líður, eru réttirnir sem boðið er upp á, innblásnir af ítalskri matargerð. Og algjört lostæti.

Brot af því besta fyrir borðið er áhugavert. Þá treysta gestir eldhúsinu algjörlega fyrir því sem borið er á borð. Fínasta hugmynd sem fleiri veitinga- og kaffihús mættu taka upp.

Þarna má t.d. sjá forrétti, svo sem bruschettur og salöt, smárétti t.d. heitar ólífur, nauta carpaccio, geitaostadýfu, mascarpone kjötbollur o.m.fl.), pitsur og aðrir aðalrétti eins og parma kjúkling, lasagna og eftirrétti eins og t.d. affogato (vanilluís sem „kafnar“ í espresso), Tiramisu og limoncello terta. 

Við byrjuðum á ljúffengum forréttum, hvítlauksrækjum, burrata og arancini (sveppa risotto kúlur), og þar með var boltinn gefinn, það var veisla framundan!

SELTJARNARNESVEITINGA- OG KAFFIHÚSÍSLAND

.

 

Elín Lilja, Albert og Bergþór á Ráðagerði
Stefán gekk um beina og stóð sig með mikilli prýði – frjálslegur og í senn faglegur
Stefán sagði okkar sín uppáhalds pitsa væri osta- og perupitsa – við slógum til, nýstárleg og ljúffeng pitsa.
Hvítlauksrækjur. Chili marineraðar tígrisrækjur, brennt smjör, gremolata og karamelluseruð sítróna.
Burrata. Ítalskur burrata ostur, döðlur, jarðarber og balsamik gljái. Með þessu var stökkt eldbakað brauð.
Arancini. Stökkar sveppa-risottokúlur fylltar með mozzarella osti bornar fram með heimagerðri marinarasósu, steiktum kastaníusveppuð, toppað með gremolara og parmesan.
Parma kjúklingur. Parmaskinku vafinn kjúklingabringa borin fram með sökku smælki, spergilkáli, parmesan og vodkasósu.
Mascarpone kjötbollur. Eldbakaðar kjötbollur með mascarpone sveppasósu, steiktum, kartöflum, rauðlauk, gremolata, parmesan og spínati. Með þessu var eldbakað brauð.
Við fengum þrjá eftirrétti. Affogato, vanilluís með espresso, Tiramisu og Limoncello terta
Af eftirréttunum stóð Limoncello tertan uppúr. Sítrónuterta með möndluflögum og þeyttum rjóma.
Stórkostlegt útsýni er frá Ráðagerði

SELTJARNARNESVEITINGA- OG KAFFIHÚSÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.