Matur getur haft áhrif á krabbamein

Matur getur haft áhrif á krabbamein matur læknar matur og sjúkdómar
Matur getur haft áhrif á krabbamein

Matur getur haft áhrif á krabbamein

Það er frekar ruglandi að skoða vídeó um sýru/basamyndandi fæðu.

En krabbamein elskar súra, súrefnissnauða fæðu og sykur. Held að flest vídeóin séu sammála um.

KRABBAMEINMATUR LÆKNAR

.

♥️ Basískt fæði er t.d.:

1. Sítrónur.
2. Dökkgrænt grænmeti, grænkál, steinselja, spínat o.s.frv. (ath. samt að tómatar, paprika, kartöflur og eggaldin geta haft sýrumyndandi áhrif hjá sumu fólki).
3. Tómatar steiktir í olíu og hvítlauk eru góðir, 2-3svar í viku
4. Baunir: linsur, soja, strengjabaunir.
5. Korn: hirsi, kínóa, amaranth, spelt og kamut (taumhveiti).
6. Hnetur: möndlur, brasilíuhnetur.
7. Fræ: chia, hörfræ, graskersfræ, hampfræ.
8. Ávextir, ekki samt borða ávexti með geri (brauði, pizzu).

😡 Haldið sýrumyndandi fæði í lágmarki, eða 20% eða minna. Það er t.d.:

1. Rautt kjöt.
2. Hveiti (hefur breyst frá einkorn með ræktun og er orðið allt annað, en gefur 6 sinnum meiri uppskeru, veldur glútenóþoli hjá fjölda fólks með uppþembu og heilaþoku).
3. Koffín drykkir, kaffi, kók.
4. Hvítur sykur.
4. Mygluostar, en mjólk, jógúrt, hvítir ostar (eins og ricotta) sýra minna.
6. Áfengi, tóbak.

32 Heimildir:
Barbara O’Neill, 7 foods to kill cancer og 9 worst foods that feed cancer og fleiri.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Thai-tofu-karrý

Thai-tofu-karrý. Léttur og frískandi grænmetisréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur. Tómatarnir eru afhýddir með því að láta þá heila í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur, síðan er vatninu hellt af og þá er auðvelt að flysja. Það er til vegan-fiskisósa, ef hún er notuð er rétturinn algjörlega vegan. Gott að hafa í huga að fiskisósa og sojasósa eru mjög saltar.

Appelsínublúndur

AppelsínublúndurAppelsínublúndur

Appelsínublúndur. Við dæmdum smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni á dögunum. Fengum með okkur Heiðar Jónsson sem heillaði alla upp úr skónum. Kökurnar voru hver annari betri og dómnefndinni mikill vandi á höndum. Svanhvít Yrsa Árnadóttir sigraði.

Sítrónupressa – sítrónusafi

Sitrona

Sítrónupressa - sítrónusafi. Góð sítrónupressa ætti að vera til á öllum heimilum og vera notuð daglega - ætli megi ekki endurnýta hið gamla góða Opal-sagorð á sítrónusafann og segja: Hressir, bætir og kætir

Dórukex

Dórukex

Dórukex. Hef marg oft áður skrifað hér um matarást mína á Dóru í eldhúsi Listaháskólans, af henni hef ég lært fjölmargt í gegnum tíðina. Dóra hefur sérhæft sig í hollum og góðum mat, mat sem fólk á öllum aldri ætti að borða daglega (mest grænmeti, hnetur, ávextir, fræ og lítið af dýraafurðum). Heilsa okkar er beintengd því sem við borðum, það er ágætt að hafa hugfast að flestir svonefndir menningarsjúkdómar eru matartengdir.