Ítalskar sítrónubiscotti

Ítalskar sítrónubiscotti biscotti ítalía ítalskur matur kaffimeðlæti sítróna sítrónur stökkt kaffimeðlæti
Ítalskar sítrónubiscotti

Ítalskar sítrónubiscotti

Er eitthvað dásamlegra en stökkar sítrónu biscotti dýft í kaffi? Stórfínar kökur sem eiga alltaf vel við, allt árið.

BISCOTTIKAFFIÍTALÍASÍTRÓNURHESLIHNETURENGLISH

.

Tvær lengjur á leið í ofninn

Ítalskar sítrónubiscotti

60 g mjúkt smjör
3/4 b sykur
1 tsk vanilla
2 stór egg
2 msk sítrónusafi
1 3/4 b hveiti
1/2 tsk salt
3/4 tsk lyftiduft
börkur af 1-2 sítrónum
1/2 b þurrristaðar heslihnetur
1/2 b þurrristaðar möndlur.

Þeytið saman smjör og sykur, bætið við eggjum og vanillu og loks sítrónusafa.
Blandið saman í skál hveiti, salti, lyftidufti, sítrónuberki, hnetum og möndlum. Bætið því við eggjahræruna.
Mótið tvær lengjur.
Bakið við 130°C í 30-35 mín.

Takið úr ofninum og látið standa í um 25-30 mín.
Skerið í sneiðar og leggið þær á bökunarpappírklædda plötu og bakið í um 10 mín á hvorri hlið á 130°C eða þangað til þær eru farnar að taka lit.

BISCOTTIKAFFIÍTALÍASÍTRÓNURHESLIHNETUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjapæ sem bragðast afar vel

 

Bláberjapæið

Bláberjapæ. Á ferðalagi Sætabrauðsdrengjanna um landið buðu heiðurshjónin Kristján og Ragna í mat. Í eftirrétt var bláberjapæ sem bragðaðist afar vel og var borðað upp til agna (eins og allt hitt sem er borið á borð fyrir drengina).

Mokkaterta

MOkkaterta

Mokkaterta. Sumar tertur verða betri daginn eftir. Áður hef ég nefnt hér að hrátertur verða alltaf betri, svei mér þá. Þessi tera er mun betri daginn eftir og því kjörin fyrir þá sem hafa ekki svo mikinn tíma. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og var annars vegar með Hnetuböku og svo þessa bragðgóðu Mokkatertu - það þarf varla að taka það fram að báðar kláruðust.