Ítalskar sítrónubiscotti

0
Auglýsing
Ítalskar sítrónubiscotti biscotti ítalía ítalskur matur kaffimeðlæti sítróna sítrónur stökkt kaffimeðlæti
Ítalskar sítrónubiscotti

Ítalskar sítrónubiscotti

Er eitthvað dásamlegra en stökkar sítrónu biscotti dýft í kaffi? Stórfínar kökur sem eiga alltaf vel við, allt árið.

BISCOTTIKAFFIÍTALÍASÍTRÓNURHESLIHNETURENGLISH

Auglýsing

.

Tvær lengjur á leið í ofninn

Ítalskar sítrónubiscotti

60 g mjúkt smjör
3/4 b sykur
1 tsk vanilla
2 stór egg
2 msk sítrónusafi
1 3/4 b hveiti
1/2 tsk salt
3/4 tsk lyftiduft
börkur af 1-2 sítrónum
1/2 b þurrristaðar heslihnetur
1/2 b þurrristaðar möndlur.

Þeytið saman smjör og sykur, bætið við eggjum og vanillu og loks sítrónusafa.
Blandið saman í skál hveiti, salti, lyftidufti, sítrónuberki, hnetum og möndlum. Bætið því við eggjahræruna.
Mótið tvær lengjur.
Bakið við 130°C í 30-35 mín.

Takið úr ofninum og látið standa í um 25-30 mín.
Skerið í sneiðar og leggið þær á bökunarpappírklædda plötu og bakið í um 10 mín á hvorri hlið á 130°C eða þangað til þær eru farnar að taka lit.

BISCOTTIKAFFIÍTALÍASÍTRÓNURHESLIHNETUR

.

Fyrri færslaDillkrem fyrir gúrkusamlokur
Næsta færslaDans le Noir? – kolsvartur veitingastaður í London