Graskerssúpan
Þessi ilmandi graskerssúpa er fullkomin til að ylja sér á köldum dögum (og hvenær sem er). Graskerið er bakað til að draga fram sætleikann í því, og svo gefur cayenne pipar súpunni svolítið extra. Til tilbreytingar má bæta við hnetusmjöri eða möndlusmjöri.
— GRASKER — SÚPUR — MÖNDLUSMJÖR —
.
Graskerssúpa
1 stk. grasker (butternut squash)
1 dós kókosmjólk (400 ml)
½ bolli vatn
salt og svartur pipar
¼ tsk. cayenne pipar eða eftir smekk
1-2 msk 18% sýrður rjómi
1-2 msk. ferskt kóríander, saxað
Bakið graskerið heilt í ofni við 180°C í 1 1/2 klst. Skerið í tvennt og takið fræin úr.
Setjið „kjötið” í blandara ásamt vatni (má setja meira vatn ef er of þykkt). Setjið í pott og kókosmjólk eða rjóma, hitið að suðu. Það má líika skera utan af graskerinu, taka fræin úr, skera það í bita og sjóða í potti.
Kryddið með cayenne, salti og pipar.
Hrærið sýrða rjómanum og kóríander saman og setjið á súpuna í diskunum.
Til að bragðbæta súpuna er gott að setja 1 dl af hnetusmjöri eða möndlusmjöri út í.
Til tilbreytingar má bæta við fiski í bitum og sjóða í 7-10 mín.
Þessi holla og góða súpa var hluti af mörgum góðum réttum á námskeiði um bættan lífsstíl sem við Elísabet Reynisdóttir stóðum fyrir.
— GRASKER — SÚPUR — MÖNDLUSMJÖR —
.