Graskerssúpan

Graskerssúpa grasker butternut butternut squash elísabet Reynisdóttir námskeið hollt gott
Graskerssúpa

Graskerssúpan 

Þessi ilmandi graskerssúpa er fullkomin til að ylja sér á köldum dögum (og hvenær sem er). Graskerið er bakað til að draga fram sætleikann í því, og svo gefur cayenne pipar súpunni svolítið extra. Til tilbreytingar má bæta við hnetusmjöri eða möndlusmjöri.

GRASKERSÚPURMÖNDLUSMJÖR

.

Graskerssúpa

1 stk. grasker (butternut squash)
1 dós kókosmjólk (400 ml)
½ bolli vatn
salt og svartur pipar
¼ tsk. cayenne pipar eða eftir smekk
1-2 msk 18% sýrður rjómi
1-2 msk. ferskt kóríander, saxað

Bakið graskerið heilt í ofni við 180°C í 1 1/2 klst. Skerið í tvennt og takið fræin úr.
Setjið „kjötið” í blandara ásamt vatni (má setja meira vatn ef er of þykkt). Setjið í pott og kókosmjólk eða rjóma, hitið að suðu. Það má líika skera utan af graskerinu, taka fræin úr, skera það í bita og sjóða í potti.
Kryddið með cayenne, salti og pipar.
Hrærið sýrða rjómanum og kóríander saman og setjið á súpuna í diskunum.

Til að bragðbæta súpuna er gott að setja 1 dl af hnetusmjöri eða möndlusmjöri út í.

Til tilbreytingar má bæta við fiski í bitum og sjóða í 7-10 mín.

Þessi holla og góða súpa var hluti af mörgum góðum réttum á námskeiði um bættan lífsstíl sem við Elísabet Reynisdóttir stóðum fyrir.

GRASKERSÚPURMÖNDLUSMJÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Möndlugrauturinn og möndlugjöfin

Möndlugrauturinn. Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. Hér er skotheld aðferð til að elda grautinn þannig að hann brennur ekki við og verður silkimjúkur. Einnig eru ráð hvernig á að afhýða möndlur fyrir grautinn, svona ef einhver hefur gleymt að kaupa afhýddar möndlur.

Konfektterta – ein sú allra besta

Konfektterta - ein sú allra besta. Í minningunni voru konfekttertur í öllum barnaafmælum já og bara í öllum kaffiveislum í gamla daga. Kókosmjöl hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þarf nú varla að taka fram að mér þótti þessi terta hið mesta lostæti - og finnst ennþá.

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Fyrri færsla
Næsta færsla