Graskerssúpan

Graskerssúpa grasker butternut butternut squash elísabet Reynisdóttir námskeið hollt gott
Graskerssúpa

Graskerssúpan 

Þessi ilmandi graskerssúpa er fullkomin til að ylja sér á köldum dögum (og hvenær sem er). Graskerið er bakað til að draga fram sætleikann í því, og svo gefur cayenne pipar súpunni svolítið extra. Til tilbreytingar má bæta við hnetusmjöri eða möndlusmjöri.

GRASKERSÚPURMÖNDLUSMJÖR

.

Graskerssúpa

1 stk. grasker (butternut squash)
1 dós kókosmjólk (400 ml)
½ bolli vatn
salt og svartur pipar
¼ tsk. cayenne pipar eða eftir smekk
1-2 msk 18% sýrður rjómi
1-2 msk. ferskt kóríander, saxað

Bakið graskerið heilt í ofni við 180°C í 1 1/2 klst. Skerið í tvennt og takið fræin úr.
Setjið „kjötið” í blandara ásamt vatni (má setja meira vatn ef er of þykkt). Setjið í pott og kókosmjólk eða rjóma, hitið að suðu. Það má líika skera utan af graskerinu, taka fræin úr, skera það í bita og sjóða í potti.
Kryddið með cayenne, salti og pipar.
Hrærið sýrða rjómanum og kóríander saman og setjið á súpuna í diskunum.

Til að bragðbæta súpuna er gott að setja 1 dl af hnetusmjöri eða möndlusmjöri út í.

Til tilbreytingar má bæta við fiski í bitum og sjóða í 7-10 mín.

Þessi holla og góða súpa var hluti af mörgum góðum réttum á námskeiði um bættan lífsstíl sem við Elísabet Reynisdóttir stóðum fyrir.

GRASKERSÚPURMÖNDLUSMJÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananabrauð Boga

Bananabrauð Boga. Svo skemmtilega vildi til að Bogi var nýbúinn að baka bananabrauð þegar við birtumst um daginn. Við mathákarnir tókum hressilega til matar(brauðs) okkar..

Tíu vinsælustu gestabloggararnir á alberteldar.com

Tíu vinsælustu gestabloggararnir. Núna þegar árið er rétt hálfnað er ágætt að horfa um öxl og skoða hvaða gestabloggarar njóta mestra vinsælda. Gestabloggaraleikurinn felst í að 52 útbúa góðgæti fyrir bloggið á árinu. Topp tíu listinn er hér að neðan, smellið á nöfnin þeirra til að sjá færslurnar

  1. Helga Hermannsdóttir
  2. Anna Sigga Helgadóttir
  3. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  4. Svanhvít Valgeirsdóttir
  5. Helga Þorleifsdóttir
  6. Signý Sæmundsdóttir
  7. Edda Björgvinsdóttir
  8. Þórunn Björnsdóttir
  9. Ólöf Jónsdóttir
  10. Vigdís Másdóttir

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla