Ristorante Piccolo

Ristorante Riccolo. Albert, Ólafur og Bergþór með eftirréttina fyrir framan sig

Ristorante Piccolo

Nýlega opnaði á Laugavegi 11 ítalski veitingastaðurinn Ristorante Piccolo. Við fórum út að borða með Ólafi afastrák og líkaði vel. Augusta Ólafsson eiganda staðarins stóð vaktina og útskýrði vel fyrir okkur réttina. Águsta er listakokkur og mikil áhugakona um ítalska matargerð, hún lærði matreiðslu hér á landi og í Danmörku.

Ekki hef ég tölu á öllum þeim réttum sem við smökkuðum á – en þeir voru hver öðrum betri. Fyrst er til að taka að matseðilinn er afar vel saman settur – hvorki of né van. Aðeins góðir, vandaðir bragðgóðir réttir. Staðurinn er stílhreinn og þjónustan er lipur og gekk snurðulaust fyrir sig.

VEITINGASTAÐIRÍTALÍA — ÍSLAND —

.

Ristorante Piccolo ítalskur veitingastaður veitingahús restaurant in reykjavik
Ristorante Piccolo
Bistecca. Nauta ribeye með steiktu grænmeti og rauðvínssósu. Lostæti.
Carbonara með Guanciale, skalottulauk, eggjarauðum, pipar og grana padono. Eitt besta Carbonara sem ég hef smakkað uppáhaldsrétturinn okkar allra.
Arancini di Riso, stökkar djúpsteiktar sikileyskar hrísgrjónakúlur, fylltar hægelduðum kálfaskanka og bornar fram með gremolata.
Bruschetta al Pomodoro með tómötum, mascarpone, ólífum, balsamik, ólífuolíu og basiliku.
Vitello tonnato. Kálfakjöt, túnfiskmajó, marineraður túnfiskur, klettasalat, kapers og grana padano
Quattro stagioni með tómatsósu, mozzarella, portobello sveppum, skinku, ætiþistlum og ólífum.
Parma e rucola með parmaskinku, klettasalati,mozzarella, grana padano og pestói.
Við smökkuðum þrjá eftirrétti: Tiramisu og kaffiís. Panna Cotta appelsínuhlaup með greipaldin og hunangsflögum og tvær tegundir af gæða rjómaís með stökku kurli.
Albert með Augustu Ólafsson eiganda Ristorante Piccolo

VEITINGASTAÐIRÍTALÍA — ÍSLAND —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.