Hátíðamarengsbomba

Hátíðarmarengsbomba marengs ingunn þráinsdóttir egilsstaðir compot terta marengsterta hindber Karamellur
Hátíðamarengsbomba Ingunnar

Hátíðamarengsbomba

Ingunn Þráinsdóttir á Egilsstöðum birti mynd á fasbókinni af girnilegri marengstertu og tók vel í að birta uppskriftina hér. Leiðir okkar Ingunnar lágu saman í mörg ár á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga, hún sá um uppsetninguna og stíliseraði allt á besta veg af sinni alkunnu fagmennsku.

MARENGSEGILSSTAÐIRBLAÐ FRANSKRA DAGATERTUREFTIRRÉTTIRHINDBERKARAMELLUCOMPOTE

.

Ingunn og Picasso á Plaza de la Merced í uppáhaldsborg hennar, Málaga

Hátíðamarengsbomba

Marengs:
4 eggjahvítur
250 gr púðursykur

Stífþeytið eggjahvítur og blandið púðursykri saman við hægt og rólega. Ég þeyti eggjahvíturnar mjög lengi til að fá marengsinn xtra stífan.
Skiptið marengsinum í tvennt. Setjið annan helminginn á bökunarpappír og formið hann í tertustærð, hafið yfirborðið slétt (neðri hluti tertunnar). Setjið seinni helming marengsins í sprautupoka með stórum stjörnustút og sprautið litlum toppum þétt saman á bökunarpappír þar til formið er komið í sömu stærð og neðri hluti tertunnar.
Bakist við 150°C í 50 mínútur án blásturs.

Fylling
Karamella:
Bræðið ca 10 enskar toffy karamellur með ca dl af rjóma í litlum skaftpotti. Kælið.

Hindberja compot (sulta):
Setjið ca hálfan poka (um 200g) af frosnum hindberjum í pott ásamt 250 gr af sykri. Sjóðið niður á lágum hita þar til fer aðeins að þykkna. Kælið (ég setti í skál og inn í ísskáp.
Þeytið ca 500 ml af rjóma og bætið 1 tappa af vanilludropum varlega við með sleif eftir þeytingu.

Samsetning
Setjið marengsbotninn með slétta yfirborðinu á fallegan kökudisk.
Smyrjið þykkri karamellunni yfir allan botninn.
Næst er hindberja compotið, smyrjið því rausnarlega yfir alla karamelluna.
Setjið rjómann yfir alla tertuna og loks efri marengsbotninn yfir. Gerið þetta varlega svo botninn brotni ekki.
Sem skreytingu í restina dreifið granateplafræjum yfir og dustið með flórsykri, þá verður tertan virkilega jólaleg.
Ég set marengstertur alltaf saman kvöldið áður en þær verða borðaðar, þær verða bara miklu betri þannig.

Bon appetit!

Hátíðarmarengsbomba Ingunnar

MARENGSEGILSSTAÐIRBLAÐ FRANSKRA DAGATERTUREFTIRRÉTTIRHINDBERKARAMELLUCOMPOTE

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.