Café de Paris – fiskur í ofni
Einn vinsælasti rétturinn hjá Láru og Óla er þessi fiskréttur sem fær nafn sitt af sósunni – sem því miður fæst ekki í búðum á Íslandi. EN það má vel nota Bernaise sósu, annað hvort úr pakka eða frá grunni í staðinn. Lára og Óli birgja sig upp af Café de Paris pakkasósu þegar þau fara af landi brott 😉
Einfaldur og góður fiskréttur. Brauð í botninn á formi, þar ofan á steiktur fiskur, næst sósan góða, yfir hana fara soðin hrísgrjón og loks rifinn ostur efst. Síðan eru herlegheitin bökuð í um 15 mín á 170°C og borin fram með góðu rúgbrauði.
— FISKUR Í OFNI — LÁRA BJÖRNSDÓTTIR — ÓLA RÚGBRAUÐ — BERNAISE —
.
— FISKUR Í OFNI — LÁRA BJÖRNSDÓTTIR — ÓLA RÚGBRAUÐ — BERNAISE —
.