Café de Paris – fiskur í ofni

Café de Paris - fiskur í ofni lára björnsdóttir óli óla rúgbrauð ólafur þorkell pálsson steiktur fiskur í raspi
Café de Paris – fiskur í ofni

Café de Paris – fiskur í ofni

Einn vinsælasti rétturinn hjá Láru og Óla er þessi fiskréttur sem fær nafn sitt af sósunni – sem því miður fæst ekki í búðum á Íslandi. EN það má vel nota Bernaise sósu, annað hvort úr pakka eða frá grunni í staðinn. Lára og Óli birgja sig upp af Café de Paris pakkasósu þegar þau fara af landi brott 😉

Einfaldur og góður fiskréttur. Brauð í botninn á formi, þar ofan á steiktur fiskur, næst sósan góða, yfir hana fara soðin hrísgrjón og loks rifinn ostur efst. Síðan eru herlegheitin bökuð í um 15 mín á 170°C og borin fram með góðu rúgbrauði.

FISKUR Í OFNI LÁRA BJÖRNSDÓTTIRÓLA RÚGBRAUÐBERNAISE

.

Ofnbakaður fiskur með Café de Paris sósunni góðu

 

Café de Paris – fiskur í ofni

FISKUR Í OFNI LÁRA BJÖRNSDÓTTIRÓLA RÚGBRAUÐBERNAISE

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berjabaka – kjörin með kaffinu beint úr ofninum

BerjabakaÁvaxtabaka

Berjabaka. Í þessa böku má nota hvaða frosnu ávexti sem er og þessvegna bæta við niðurskornum rabarbara. Hún er kjörin með kaffinu þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara. Svipuð hugmynd og með rabarbarapæið góða.                                  Á myndinni eru nýútskrifaðir leikarar frá Listaháskólanum.

Illt er að láta fólk bíða banhungrað sem kemur yfir fjallveg

Manni, sem kemur banhungraður yfir fjallveg, er hart að synja um matarbita, þó hann komi ekki einmitt matmálstímum og illt að láta hann bíða 2-3 klukkutíma eptir miðdegiskaffibollanum.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla. Bjarney Ingibjörg á Ísafirði bauð í morgunkaffi og þar var meðal annars þessi undurgóða döðluhjónabandssæla: „Það var yndislegt að fá ykkur í heimsókn, gott að hlæja og fá verk í magann."

Hunangssinnepkjúklingur – sérlega einfaldur og fárárlega góður

Hunangssinnepkjúklingur. Sáraeinfaldir réttir koma oft skemmtilega á óvart, þessi kjúklingaréttur er sérlega einfaldur og fárárlega góður. Kjúklingurinn var steiktur á pönnu og látinn steikjast í gegn á lágum hita en það má líka setja hann í ofn eins og fram kemur í uppskriftinni.