Risarækjur með brokkolíní, feta og möndlum

 

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Egill Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir. Risarækjur með brokkolíní, feta og möndlusalati rækjur
Risarækjur með brokkolíní, feta og möndlusalati

Risarækjur með brokkolíní, feta og möndlum

 

RÆKJURBJÖRK JÓNSDHÚSFREYJAN

.

Risarækjurétturinn var hluti af góðgæti sem Björk Jónsdóttir töfraði fram fyrir Húsfreyjuna. Til vinstri eru vatnseigsbollur með silungasalati og litlar pavlovur

Risarækjur með brokkolíní, feta og möndlum

100 g hvítar möndlur
400 g gufusoðið brokkólíní (langt brokkolí)
400 g hráar stórar risaækjur (með hala)
safi úr tveimur sítrónum
4 msk ólífuolía
200 g Feta osta-kubb, rifinn niður
20 g dill saxað
3 vorlaukar, skornir fínlega niður

Marinering fyrir rækjurnar:
4 kúfaðar msk af glæru hunangi
2 hvítlauksrif
2 msk ljós púðursykur
sítrónusafi, salt og pipar
3 – 4 chilliolía eða ólífuolía ( setja þá chiliflögur saman við ólífuolíuna).

Blandið vel saman í skál þar til sykurinn blandast vel saman við. Setjið rækjurnar saman við með höndum. Hyljið skálina með plastfilmu og látið standa í herbergishita í 30 mín.
Hitið ofninn í 190°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Dreifið möndlunum á ofnplötuna og látið bakast í 10 mín. Takið úr ofninum og látið kólna.
Setjið vatn í pott og gufusjóið brokkólínið í 5 mín. Síið vatnið frá og setjið til hliðar.
Hitið olíuna á pönnu og steikið rækjurnar í 1-2 mín á hvorri hlið þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn (passið að ofsteikja ekki). Takið pönnuna af eldavélinni.
Brokkolíninu er raðað í hring á stóran disk og rækjunum dreift ofan á.
Fetaosturinn mulinn yfir og dill, vorlauk og möndlum dreift yfir að lokum.

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir, Arnaldur Valgarðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Egill Jóhannsson, Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir.

RÆKJURBJÖRK JÓNSDHÚSFREYJAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar. Var svo ljónheppinn að vera „óvart" staddur í Óperunni þegar aðstendur óperunnar Mannsraddarinnar gerðu sér glaðan dag með ýmsu góðgæti (lesist: #éggerðimérferðþangaðþegarégfréttiaföllukaffimeðlætinu) Óperan Mannsröddin (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc, er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er ljóðrænn harmleikur í einum þætti sem fjallar um síðasta símtal konu til elskhuga síns sem hefur fundið ástina annars staðar.