Ostakaka með saltkaramellu

 

Bökuð sítrónukaka Björk jónsdóttir bökka sítrónukaka bláber sítrónukaka bökuð sítrónukaka karamellusósa karamella
Bökuð ostasítrónukaka með saltkaramellu og bláberjum – falleg og ljúffeng

Ostakaka með saltkaramellu

Björk Jónsdóttir er afar flink í eldhúsinu og hefur margoft komið við sögu hér á síðunni, eins og sjá má HÉR. Í afmælisveislu um daginn mætti Björk með þessa fínu bökuðu sítrónuostaköku með saltkaramellusósu og með henni var þeyttur rjómi.

BJÖRK JÓNSDSÍTRÓNUKÖKURTERTURHAFRAKEX

🍋

 

Ostakaka með saltkaramellu

300 g Digestive hafrakex
3 msk sykur
125 g bráðið smjör

Fylling:
600 g hreinn rjómaostur
150 g sykur
2 tsk fínt rifinn sítrónubörkur
2 tsk vanilludropar eða vanillusykur
4 egg
½ dl sítrónusafi

Saltkaramellusósa:
150 g sykur
½ dl vatn
2 ½ dl rjómi
1 dl Maple síróp
30 g smjör
¾ tsk salt

200 g bláber – sett ofan á kökuna

Botninn:
Hrærið hafrakexið, sykur og smjör saman í mixer.
Fóðrið léttsmurt hringform (22 cm lausbotna form) með smjörpappír, gott að smyrja formið áður en smjörpappírinn er settur í formið (smjörpappírinn situr betur)
Setjið formið í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling:
Hrærið rjómaostinn með sykri, sítrónuberki og vanillu.
Hrærið eggjunum eitt í einu út í blönduna með handþeytara.
Hrærið sítrónusafanum saman við.
Setjið fyllinguna ofan á kexbotninn og bakið kökuna í miðjum ofni við 160°C í ca 1 ½ klst.
Kælið kökuna og setjið í kæliskáp í 4 – 5 tíma eða yfir nótt.

Karamellusósa:
Setjið sykur og vatn í pott og sjóðið saman við meðalhita þar til sykurinn er bráðinn og nær gylltum lit. Passið að hræra ekki í blöndunni á meðan.
Takið pottinn af hellunni og hellið rjóma, maple sírópi, smjöri og salti út í pottinn. Setjið pottinn á helluna og sjóðið blönduna upp aftur og hrærið á meðan þar til þú færð jafna karamellusósu. Kælið sósuna.
Hellið hluta af karamellusósunni yfir kökuna og puntið með handfylli af bláberjum.

Berið fram restina af karamellusósunni með kökunni ásamt þeyttum rjóma.

Björk og sítrónukakan góða

🍋

BJÖRK JÓNSDSÍTRÓNUKÖKURTERTURHAFRAKEX

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.