Lifrarkæfa Þórhildar

Lifrarkæfa Þórhildar þórhildur þorleifsdóttir leikstjóri nautalifur lifur beikon sveppir smjörbolla Fiðlarinn á þakinu lifrakæfa lifrarkæfa
Lifrarkæfa Þórhildar

Lifrarkæfa Þórhildar

Þegar við æfðum Fiðlarann á þakinu á Ísafirði undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur sagði hún okkur reglulega frá lifrarkæfu sem hún útbýr. Til að gera lifrarkæfuna betri og bragðmeiri setur hún gjarnan nautalifur á móti svínalifrinni. Mjööög góð kæfa.

LIFRARKÆFAÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDLIFURNAUTALIFURANSJÓSURFIÐLARINN

.

Lifrarkæfa Þórhildar

1 kg. svínalifur (eða 500g svínalifur og 500 g nautalifur)
500 gr flesk (spæk) – hakkað.
Fleskið hitað við vægan hita, (bræða)

5 egg
1 laukur
1 rauðlaukur
1 dós ansjósur (eða síld í vínsósu burgundy 2 flök í kílói)
salt og pipar
3-4 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt
1/3 tsk negull
2 tsk timian
(rauðvín, allrahanda)

Hakkið síld/ansjósur og lauk. Bætið kryddum út í og hræið vel og síðast eggjum.

60 gr smjör
60 gr hveiti
½ l mjólk
Bakið upp með því að bræða smjör í potti, hrærið hveiti saman við og búið til smjörbollu. Bætið mjólk við og hrærið svo úr verði sósa.

Hrærið lifur og spæk saman við, síðan síldar/laukmauki með þurrefnum. Bragðið og bætið við kryddi eftir smekk.

Sett í form. Bakað í vatnsbaði við 175°C í ca. klukkutíma.

Steikið beikon og sveppi og setjið yfir – berið fram volgt með rauðrófum og góðu brauði – t.d. rúgbrauði.

LIFRARKÆFAÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDLIFURNAUTALIFURANSJÓSURFIÐLARINN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Lax sítróna pestó

Steiktur lax með pestói og ostaraspi. Það er góð hugmynd að safna saman brauðafgöngum og búa til úr þeim brauðrasp. Brauðið sem ég notaði í þennan rétt þurrkaði ég í bakaraofninum og malaði svo í matvinnsluvélinni.

Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddúar. Matarást mín á Diddú jókst til muna á dögunum – og ég sem hélt hún gæti ekki orðið meiri. Létt og góð kaka með eplum og kastaníuhnetuhveiti.

Fyrri færsla
Næsta færsla