
Lifrarkæfa Þórhildar
Þegar við æfðum Fiðlarann á þakinu á Ísafirði undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur sagði hún okkur reglulega frá lifrarkæfu sem hún útbýr. Til að gera lifrarkæfuna betri og bragðbetri setur hún gjarnan nautalifur á móti svínalifrinni.
— LIFRARKÆFA — ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSD — LIFUR — NAUTALIFUR — ANSJÓSUR — FIÐLARINN —
.
Lifrarkæfa Þórhildar
1 kg. svínalifur (eða 500g svínalifur og 500 g nautalifur)
500 gr flesk (spæk) – hakkað.
Fleskið hitað við vægan hita, (bræða)
4 egg
1 laukur
1 rauðlaukur
1 dós ansjósur (eða síld í vínsósu burgundy 2 flök í kílói)
salt og pipar
1/2 tsk allrahanda
2 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt
1/3 tsk negull
1 tsk timian
(rauðvín)
Hakkið síld/ansjósur og lauk. Bætið eggjum og þurrefnum útí.
60 gr smjör
60 gr hveiti
½ l mjólk
Bakið upp með því að bræða smjör í potti, hrærið hveiti saman við og búið til smjörbollu. Bætið mjólk við og hrærið svo úr verði sósa.
Hrærið lifur og spæk saman við, síðan síldar/laukmauki með þurrefnum. Bragðið og bætið við kryddi eftir smekk.
Sett í form. Bakað í vatnsbaði við 175°C í ca. klukkutíma.
Steikið beikon og sveppi og setjið yfir – berið fram volgt með góðu brauði – t.d. rúgbrauði.
— LIFRARKÆFA — ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSD — LIFUR — NAUTALIFUR — ANSJÓSUR — FIÐLARINN —
.