Lifrarkæfa Þórhildar

Lifrarkæfa Þórhildar þórhildur þorleifsdóttir leikstjóri nautalifur lifur beikon sveppir smjörbolla Fiðlarinn á þakinu lifrakæfa lifrarkæfa
Lifrarkæfa Þórhildar

Lifrarkæfa Þórhildar

Þegar við æfðum Fiðlarann á þakinu á Ísafirði undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur sagði hún okkur reglulega frá lifrarkæfu sem hún útbýr. Til að gera lifrarkæfuna betri og bragðbetri setur hún gjarnan nautalifur á móti svínalifrinni.

LIFRARKÆFAÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDLIFURNAUTALIFURANSJÓSURFIÐLARINN

.

Lifrarkæfa Þórhildar

1 kg. svínalifur (eða 500g svínalifur og 500 g nautalifur)
500 gr flesk (spæk) – hakkað.
Fleskið hitað við vægan hita, (bræða)

4 egg
1 laukur
1 rauðlaukur
1 dós ansjósur (eða síld í vínsósu burgundy 2 flök í kílói)
salt og pipar
1/2 tsk allrahanda
2 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt
1/3 tsk negull
1 tsk timian
(rauðvín)

Hakkið síld/ansjósur og lauk. Bætið eggjum og þurrefnum útí.

60 gr smjör
60 gr hveiti
½ l mjólk
Bakið upp með því að bræða smjör í potti, hrærið hveiti saman við og búið til smjörbollu. Bætið mjólk við og hrærið svo úr verði sósa.

Hrærið lifur og spæk saman við, síðan síldar/laukmauki með þurrefnum. Bragðið og bætið við kryddi eftir smekk.

Sett í form. Bakað í vatnsbaði við 175°C í ca. klukkutíma.

Steikið beikon og sveppi og setjið yfir – berið fram volgt með góðu brauði – t.d. rúgbrauði.

LIFRARKÆFAÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDLIFURNAUTALIFURANSJÓSURFIÐLARINN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla