Rauðrófumauk

rauðrófumauk diddú hummús rauðrófur rauðrófuhummús tahini Sigrún grikkir kynaukandi matur
Rauðrófumauk

Rauðrófumauk

Margir tengja rauðrófur við jólin og þá niðursoðnar frá Ora. Nú fást ferskar rauðrófur allt árið, þær má nota á fjölmargan hátt. Rauðrófurnar eru bæði ljúffengar ferskar og matreiddar.  Forn-Grikkir töldu þær kynaukandi.

Diddú á gríðargott safn góðra uppskrifta og laumar að okkur einni og einni. Þessi kemur frá henni. Rauðrófumaukið er gott ofan á brauð, með ostum eins og hummus.

Rauðrófumauk

500 g rauðrófur

1 1/2 msk tahini

2 msk hunang

safi úr einni sítrónu

2 hvítlauksrif.

Skerið rauðrófurnar í bita og sjóðið í saltvatni, kælið. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rauðrófusalat – (rauðrófur eru kynörvandi)

Rauðrófusalat. Hætti aldrei að dásama rauðrófur, þær eru járnríkar, hollar og afar bragðgóðar. Forngrikkir notuðu rauðrófur til að eyða hvítlaukslykt eftir matinn. Rómverjar trúðu því að rauðrófur örvuðu kynhvötina.

Fyrri færsla
Næsta færsla