Rauðrófumauk
Margir tengja rauðrófur við jólin og þá niðursoðnar frá Ora. Nú fást ferskar rauðrófur allt árið, þær má nota á fjölmargan hátt. Rauðrófurnar eru bæði ljúffengar ferskar og matreiddar. Forn-Grikkir töldu þær kynaukandi.
Diddú á gríðargott safn góðra uppskrifta og laumar að okkur einni og einni. Þessi kemur frá henni. Rauðrófumaukið er gott ofan á brauð, með ostum eins og hummus.
Rauðrófumauk
500 g rauðrófur
1 1/2 msk tahini
2 msk hunang
safi úr einni sítrónu
2 hvítlauksrif.
Skerið rauðrófurnar í bita og sjóðið í saltvatni, kælið. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.