Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu
Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar. Þessi er mjúk og góð 🙂 Það er austurrísk kaka sem heitir Linzertorte sem talin er fyrirmynd hjónabandssælunnar eins og við þekkjum hana.
.
— HJÓNABANDSSÆLUR — HAFRAMJÖL — RABARBARASULTA — AUSTURRÍKI — KLEINUR — FLATBRAUÐ — RÚGBRAUÐ —
.
Hjónabandssæla
2 egg
1 bolli (heil)hveiti
2/3 bolli sykur
2 bollar gróft haframjöl
200 g lint smjör
3 msk góð olía
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
Rabarbarasulta
Allt sett í skál og hrært saman með sleif eða öðru tilfallandi áhaldi. Ég set kannski aðeins meira smjör og aðeins meira haframjöl heldur en uppskriftin segir til um.
Síðan er næstum allt deigið (smásletta af deigi skilin eftir í skálinni) sett í bökunarpappírsklædda ofnskúffu og rabbabarasulta sett yfir. Haframjöli bætt í skálina með restinni af deiginu og búið til kurl sem dreift er yfir rabarbarasultuna.
Bakið í 20 mínútur við 200°C
.
.
— HJÓNABANDSSÆLUR — HAFRAMJÖL — RABARBARASULTA — AUSTURRÍKI — KLEINUR — FLATBRAUÐ — RÚGBRAUÐ —
.