Kasjú- og engifersósa

Engifer- og kasjúhnetusósa hnetur sósa dressing þóra fríða kasjúhnetur salat
Engifer- og kasjúhnetusósa

Kasjú- og engifersósa

Salatdressing eða meðlæti. Frábær samsetning: pera-engifer-cayenne-hunang. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

KASJÚHNETURENGIFERSÓSURPERUR

.

Kasjú- og engifersósa

1/2 pera

1- 2 cm engifer

1 1/2 dl kasjúhnetur

1 tsk gott hunang

smá cayenne

salt

Afhýðið peruna og setjið allt í matvinnsluvél, maukið.

þóra Fríða, Bergþór og Albert

Fórum í langan hjólatúr í morgun. Komum við hjá Þóru Fríðu, þáðum góðgerðir og skoðuðum nokkrar matreiðslubækur. Í bók sem Happ gaf út fyrir ekki löngu fann ég þessa uppskrift. Hún er hér lítillega breytt.

KASJÚHNETURENGIFERSÓSURPERUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Café París í Austurstræti

Café París í Austurstræti. Nýlega var Café París í miðbæ Reykjavíkur tekið hressilega í gegn og endurskipulagt í einu og öllu. Hið nýja Café París er einkar vel heppnað, Parísarstemningin allsráðandi og mættu gömlu Íslendingastaðirnir í París, eins og Select og Café de Flore herma svolítið eftir. Allt er vandað og gerðarlegt, diskar merktir staðnum, hnífapör vegleg og þjónar bæði frjálslegir og þægilegir og fallega klæddir í hvítum skyrtum með stórar síðar brúnar svuntur. Staðsetningin er auðvitað ein sú besta á landinu og stéttin ein sú veðursælasta, enda fyllist hún við Austurvöll á augabragði, ef sést til sólar og þarf ekki alltaf sólskin til.

Kókoshnetusmjörterta

terta

Kókoshnetusmjörterta. Þeir sem segjast ekki hafa tíma til að baka ættu að snúa sér að hrátertunum. Fyrir utan hversu hollar þær eru þá bragðast þær betur en hinar, það er auðveldara að útbúa þær og svo held ég að þær geti bara ekki misheppnast. Þegar ég smakkaði þessa tertu fyrst minnti hún mig svolítið á Snickersið gamla góða nema auðvitað að tertan er enn betri.

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017. Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017: