Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddú epli Jógúrt amarettó kaka kaffimeðlæti Sigrún Hjálmtýsdóttir kastaníuhnetuhveiti
Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddúar

Matarást mín á Diddú jókst til muna á dögunum – og ég sem hélt hún gæti ekki orðið meiri. Létt og góð kaka með eplum og kastaníuhnetuhveiti.

“Gott að hafa vanilluís með kökunni eða skvetta líkjörsglasi yfir hana”

DIDDÚKAFFIMEÐLÆTIKASTANÍUHNETUR

.

Kastaníuhnetukaka
Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka

Ca. 100 gr. rúsínur
100ml. amarettó líkjör
3 egg
125 ml. sólblóma olía
1 msk. hunang
150 ml. hrein jógúrt
1 tsk. vanillukorn
300 gr. kastaníuhnetuhveiti (fæst í heilsubúðum)
1 msk. lyftiduft
3 epli ( skræld og skorin )
safi úr einni sítrónu

Leggið rúsínur í bleyti í líkjörinn (dágóða stund). Skrælið eplin, skerið þau og leggið í sítrónusafann. Þeytið eggin vel, þar til þau verða að léttri froðu. Bætið olíu varlega saman við, því næst hunangi, jógúrt og vanillu. Setjið varlega út í kastaníuhveiti og lyftidufti. Blandið að lokum eplum og rúsínum saman við með sleif.

Hitið ofninn hitaður uppí 180°. Hellið deiginu í vel smurt 26 cm. form. Bakið í ca. 30-40 mín., eða þar til prjónn kemur nánast hreinn út. Meðan kakan kólnar er gott að vefja forminu í álpappír.

Gott að hafa vanilluís með kökunni eða skvetta líkjörsglasi yfir hana!

Buon appetito! Söngkveðjur, Diddú

DIDDÚKAFFIMEÐLÆTIKASTANÍUHNETUR

— KASTANÍUKAKA DIDDÚAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki. Það er gaman að finna uppskriftir með því að slá inn í google það hráefni sem til er í ísskápnum eða þá það sem mann langar í. Hið seinna gerði ég. Þannig fann ég þessa uppskrift og prófaði. Í upphaflegu uppskriftinni er makríll en í fiskbúðinni keypti ég hlýraflak.

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum. Ótrúlega litfagurt salat og hollt. Salatið getur bæði verið meðlæti og sér réttur. Það er einnig kjörið á hlaðborð. Auður Gunnarsdóttir kom með salatið í Pálínuboð starfsfólks Óperunnar sem leggur nú lokahönd á óperuna Mannsröddina. Þar fer Auður ásamt Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu með aðalhlutverkin. Elva Ósk útbjó fyrir sama tilefni Döðlunammi

Tímaritið FÆÐA/FOOD

Fæða/Food

Á dögunum kom úr sérblað um mat og fjölbreytta matarmenningu á Íslandi. Kærkominn viðauki í matarmenningunni okkar og virðingarvert framtaka að hafa tímaritið bæði á íslensku og ensku. „Við skoðum efnið í víðu og oft óhefðbundnu samhengi enda tilgangurinn ekki að kenna fólki að elda, heldur veita innblástur og skemmtilegan fróðleik" segir á heimasíðunni.

Fyrri færsla
Næsta færsla