Kastaníuhnetukaka Diddúar
Matarást mín á Diddú jókst til muna á dögunum – og ég sem hélt hún gæti ekki orðið meiri. Létt og góð kaka með eplum og kastaníuhnetuhveiti.
“Gott að hafa vanilluís með kökunni eða skvetta líkjörsglasi yfir hana”
— DIDDÚ — KAFFIMEÐLÆTI — KASTANÍUHNETUR —
.
Kastaníuhnetukaka
Ca. 100 gr. rúsínur
100ml. amarettó líkjör
3 egg
125 ml. sólblóma olía
1 msk. hunang
150 ml. hrein jógúrt
1 tsk. vanillukorn
300 gr. kastaníuhnetuhveiti (fæst í heilsubúðum)
1 msk. lyftiduft
3 epli ( skræld og skorin )
safi úr einni sítrónu
Leggið rúsínur í bleyti í líkjörinn (dágóða stund). Skrælið eplin, skerið þau og leggið í sítrónusafann. Þeytið eggin vel, þar til þau verða að léttri froðu. Bætið olíu varlega saman við, því næst hunangi, jógúrt og vanillu. Setjið varlega út í kastaníuhveiti og lyftidufti. Blandið að lokum eplum og rúsínum saman við með sleif.
Hitið ofninn hitaður uppí 180°. Hellið deiginu í vel smurt 26 cm. form. Bakið í ca. 30-40 mín., eða þar til prjónn kemur nánast hreinn út. Meðan kakan kólnar er gott að vefja forminu í álpappír.
Gott að hafa vanilluís með kökunni eða skvetta líkjörsglasi yfir hana!
Buon appetito! Söngkveðjur, Diddú
— DIDDÚ — KAFFIMEÐLÆTI — KASTANÍUHNETUR —
.