
Kúrbíts hummus
Margir klóra sér í höfðinu yfir því í hvað eigi að nota kúrbít. Hann má nota í ýmsa rétti, brauð og svo er hann góður í hummús
Erlenda heitið á kúrbít, SQUASH er komið úr máli Narragansett-indjána og þýðir „eitthvað grænt”.
.
Kúrbíts hummus
1 kúrbítur
safi úr 1/2 sítrónu
1 tsk salt
2 tsk cummín
1 1/2 dl tahini
4 msk ólífuolía
1 dl sesam fræ
grænmetiskraftur
pipar
Skerið kúrbítinn í grófa bita og setjið í matvinnsluvél ásamt sítrónusafa, salti, cummini, tahini, olíu og sesamfræjum. Maukið vel.
.