Fíkju- og apríkósubrauð

Fíkju- og apríkósubrauð fíkjur gráfíkjur apríkósur brauð kaffimeðlæti sætabrauð
Fíkju- og apríkósubrauð

Fíkju- og apríkósubrauð

Mjög gott og hollt brauð sem er ekki of sætt. Eggjalaust og fitulaust. Það er gaman að bíta í fíkjubitana og finna hvernig smellur í þeim…  Á heimilinu var að vísu ekki til nema einn bolli af spelti svo ég hafði annan af heilhveiti. Svo voru teskeiðarnar af kanil vel kúfaðar

Í upphaflegu uppskriftinni er talað um að til að brauðið verði fallegra skuli strá grófu haframjöli yfir áður en brauðið er bakað, satt best að segja gleymdi ég því 😉

BRAUÐFÍKJURAPRÍKÓSUR

.

Fíkju- og apríkósubrauð

1 stór vel þroskaður banani

1 1/2 b eplamús

1/2 b þurrkaðar apríkósur – saxaðar

1/2 b þurrkaðar fíkjur – saxaðar

2 b spelt

1/3 b hrásykur

2 tsk kanill

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1-2 msk gróft haframjöl

Setjið banana í stóra skál og stappið vel, bætið út í eplamúsinni, apríkósum, fíkjum, spelti, hrásykri, kanil, lyftidufti, matarsóta og salti. Blandið vel saman og látið í bökunarpappírsklætt jólakökuform, stráið haframjöli yfir og bakið  í 45 mín við 170°

Borðist með góðu viðbiti

Fíkju- og apríkósubrauð
Fíkju- og apríkósubrauð

BRAUÐFÍKJURAPRÍKÓSUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaeggjasmakkið mikla

Páskaeggjasmakkið mikla. Hingað barst stór kassi af páskaeggjum, í framhaldi auglýsti ég eftir súkkulaðiunnendum á fasbókinni til þess að gæða sér á eggjunum og gefa álit sitt . Ég hefði ekki getað ímyndað mér að það væri svona gaman að smakka páskaegg og skeggræða um þau frá ýmsum sjónarhornum. Allir áttu ljúfar minningar tengdar páskaeggjum og margar sögur flugu um stofuna. Einn hafði útbúið ratleik í bundnu máli fyrir fjölskylduna og annar smakkari lærði af mági sínum að dreypa á rauðvíni með páskaeggjunum. Við tókum smökkunina afar alvarlega þrátt fyrir glensið og gleðina, fórum þá leið að allir smökkuðu, skrifuðu niður áhrif og upplifun, bragðgæði voru metin, innihald og útlit. Rætt var um hvert egg í þaula og að því loknu gaf hver og einn stig frá einu upp í tíu.

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna – hugmyndir

Fermingarveisla2015

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna. Heimagerðar veitingar í fermingarveislum eru alltaf hlýlegar, þó að vissulega sé þægilegast að fá þær sendar heim. Aftur á móti er ekki gaman að taka á móti gestunum með sveittan skallann. Góð skipulagning er því höfuðatriði. Fyrst þarf að ákveða hvað á að bjóða upp á og vert að hafa í huga að fjöldi sorta er ekki sama og gæði. Hentugast og best er að hafa fáar, en góðar! Valið er því mikilvægt.