Bankabyggsalat
Að sögn er bygg töluvert hollara en hrísgrjón, sér í lagi vegna góðra trefja, en talið er að hluti landsmanna borði ekki nóg af trefjum. Í byggi eru vatnsleysanlegar trefjar sem koma í veg fyrir kólesterólmyndun í lifur og blóði og einnig óleysanlegar trefjar sem eru góðar fyrir ristilinn. Þá er meira prótein í byggi en í hrísgrjónum. Bygg hefur góð áhrif á magann og er gott fyrir viðkvæma meltingu vegna þeirra eiginleika byggsins að vera bæði mýkjandi og græðandi.
Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur….
.
.
Bankabyggsalat
1 b bankabygg
10-12 sólþurrkaðir tómatar
4 msk pestó
pipar
Sjóðið byggið í saltvatni í 45 mín. Hlutföll 1 á móti 3
Þegar það er soðið er sett saman við það saxaðir sólþurrkaðir tómatatar og pestó, rauðu eða grænu.
Bæði gott heitt og kalt og geymist vel (í ísskáp)
Auglýsing