Kasjúhnetu mæjónes

Kasjúhnetu mæjónes kasjúhnetur sítróna Kasjúhnetumæjónes mæjó
Kasjúhnetu mæjónes. Alltaf er nú gaman að prófa eitthvað nýtt, mæjónes úr kasjúnhetum er afar gott. Gott er að hafa í huga að olíumagnið í majónesið fer svolítið eftir tilfinningunni. Síðan má bæta við góðri tómatsósu og búa til koktelsósu. Ath. að kasjúhnetur þarf ekki að leggja í bleyti.

Kasjúhnetu mæjónes

1 b kasjúhnetur

safi úr 1/2 sítrónu

safi úr 1/2 appelsínu

5-6 msk góð olía

1/2 tsk salt

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

PDF til útprentunar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hrísgrjónagrautur á laugardegi – skotheld aðferð til að gera grautinn silkimjúkan

Hrísgrjónagrautur

Hrísgrjónagrautur. Öll búskaparár foreldra minna hefur hrísgrjónagrautur verið á borðum í hádeginu á laugardögum. Við systkinin reynum hvað við getum að viðhalda þessum sið og skiptumst á að elda grautinn og bjóða heim og í dag var komið að mér.

Palak sósa með tófú

indland

Palak sósa með tófú. Palak paneer er indverskur eða pakistanskur réttur úr spínati í þykkri kryddsósu. Ost í sósuna, „paneer“, fáum við ekki hér, svo að við notumst við sýrðan rjóma, en þar sem við staðfærum réttinn er ekki verra að bragðbæta einnig með rjóma.