Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði hnetur Sóley Björt ítalía ítalskur matur ítalskt kaffimeðlæti
Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti (er ítalska og þýðir =tvíbakaðar) eru sætar, ítalskar tvíbökur, sem alltaf eru borðaðar með drykk, enda eru þær ansi harðar undir tönn. Ítalir bera stundum biscotti og rauðvínsglas með sem eftirrétt, en utan Ítalíu eiga þær yfirleitt heima á kaffihúsum, enda tilvalið að dýfa þeim í kaffi eða cappuccino. Í elstu uppskriftum frá 19. öld er gert ráð fyrir hveiti, sykri, eggjum, furuhnetum og möndlum. Ýmsar útgáfur eru auðvitað til, eins og gengur. Þetta tilbrigði frá henni Sóleyju Björt er með kanil, negul og súkkulaði.

ÍTALÍABISCOTTISÓLEY BJÖRTJÓLIN

.

Biscotti

Blandið saman í skál:
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
½ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
½ tsk salt
½ tsk kanill
¼ tsk negull

Blandið út í:
1/4 bolli sterkt espressó, kælt
1 ½ msk mjólk
1 egg
1 tsk vanillusykur.
Bætið við kaffi eða hveiti, ef deigið virðist of þurrt eða blautt.
Út í þetta:
100 g valhnetur, heslihnetur og/eða möndlur, gróft saxað
150 g gott suðusúkkulaði – brytjað
Takið úr skálinni og hnoðið upp með hveiti. Skiptið í tvær lengjur, setjið á plötu með bökunarpappír. Bakið við 170°C í 20-30 mín. Kælið á rist.
Skerið lengjurnar í sneiðar, setjið aftur á plötuna með sárið upp. Bakið aftur í 6-8 mínútur við 150°C.

FLEIRI ÍTALSKAR UPPSKRIFTIR

.

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði
Biscotti með kanil, negul og súkkulaði
Biscotti með kanil, negul og súkkulaði
Nýbakað Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

🇮🇹

ÍTALÍABISCOTTISÓLEY BJÖRTJÓLIN

— BISCOTTI —

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.