Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði hnetur Sóley Björt ítalía ítalskur matur ítalskt kaffimeðlæti
Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti (er ítalska og þýðir =tvíbakaðar) eru sætar, ítalskar tvíbökur, sem alltaf eru borðaðar með drykk, enda eru þær ansi harðar undir tönn. Ítalir bera stundum biscotti og rauðvínsglas með sem eftirrétt, en utan Ítalíu eiga þær yfirleitt heima á kaffihúsum, enda tilvalið að dýfa þeim í kaffi eða cappuccino. Í elstu uppskriftum frá 19. öld er gert ráð fyrir hveiti, sykri, eggjum, furuhnetum og möndlum. Ýmsar útgáfur eru auðvitað til, eins og gengur. Þetta tilbrigði frá henni Sóleyju Björt er með kanil, negul og súkkulaði.

ÍTALÍABISCOTTISÓLEY BJÖRTJÓLIN

.

Biscotti

Blandið saman í skál:
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
½ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
½ tsk salt
½ tsk kanill
¼ tsk negull

Blandið út í:
1/4 bolli sterkt espressó, kælt
1 ½ msk mjólk
1 egg
1 tsk vanillusykur.
Bætið við kaffi eða hveiti, ef deigið virðist of þurrt eða blautt.
Út í þetta:
100 g valhnetur, heslihnetur og/eða möndlur, gróft saxað
150 g gott suðusúkkulaði – brytjað
Takið úr skálinni og hnoðið upp með hveiti. Skiptið í tvær lengjur, setjið á plötu með bökunarpappír. Bakið við 170°C í 20-30 mín. Kælið á rist.
Skerið lengjurnar í sneiðar, setjið aftur á plötuna með sárið upp. Bakið aftur í 6-8 mínútur við 150°C.

FLEIRI ÍTALSKAR UPPSKRIFTIR

.

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði
Biscotti með kanil, negul og súkkulaði
Biscotti með kanil, negul og súkkulaði
Nýbakað Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

🇮🇹

ÍTALÍABISCOTTISÓLEY BJÖRTJÓLIN

— BISCOTTI —

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bernaise sósa frá grunni – brjálæðislega góð

Bernaise sósa frá grunni. Það má nú alveg tala um endurkomu Bernaise sósunnar, hún er kannski ekki sú hollasta  sem til er - en mikið er alvöru Bernaise sósa gerð frá grunni góð. Sósan er upphaflega frönsk og minnir um margt á Hollandaise sósu. Bernaise passar sérstaklega vel með nautasteik og  lambalæri - já ég held bara flestu kjöti. Í matarboði Gunnars og Helenu var Berneaise sósa sem Gunnar lagaði frá grunni.

SaveSave

SaveSave

Sumarlegt salat

Sumarlegt salat. Nú streymir ferskt íslenskt grænmeti á markaðinn og ég er alveg að missa mig. Það má nota hvaða græna grænmeti sem uppistöðu í þetta salat. Þegar þetta var útbúið var ég nýkominn úr Frú Laugu með spínat og grænkál sem varð að uppistöðu hjá mér.

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins og Jóni

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins. Heiðurshjónin Íris Sveinsdóttir og Jón Guðmundsson buðu í undurgóða saffranveislu. Íris segir að persneskt eða íranskt eldhús hafi þá sérstöðu að flestallt er hægeldað.

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.