Frönsk sítrónubaka er unaðslega góð. Súra sítrónubragðið á móti sæta sykrinum smellpassar og getur orðið ávanabindandi….
— BÖKUR — FRAKKLAND — SÍTRÓNUBÖKUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR – GRAVELINES —
Frönsk sítrónubaka
Deigið:
1 1/4 b hveiti
1 msk sykur
1/2 tsk salt
120 g smjör við stofuhita
3 msk kalt vatn.
Blandið öllu saman og látið standa góða stund. Stundum útbý ég deigið deginum áður og geymi í ísskápnum.
Fylling:
130 g smjör
1 dós sýrður rjómi
2 egg
3 eggjarauður
2/3 b ferskur sítrónusafi
1/2 b sykur
4 tsk sítrónubörkur.
Fletjið út deigið og setjið í eldfast form, bakið við 175° í 15 mín.
Bræðið saman smjör og sýrðan rjóma yfir vatnsbaði – takið til hliðar. Látið egg, eggjarauðu og sykur í skál og þeytið vel yfir vatnsbaði. Blandið saman við sítrónusafa og hrærið yfir sjóðandi vatninu í um 3 mín. Bætið við sítrónuberki og smjör/sýrða rjómanum. Hrærið vel saman í um 5 mín.
Látið yfir bökuskelina og bakið í 25-30 mín. Berið fram við stofuhita.
Myndirnar eru teknar í Gravelines í Frakklandi, vinabæ Fáskrúðsfjarðar.
.
— BÖKUR — FRAKKLAND — SÍTRÓNUBÖKUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR – GRAVELINES —
— SÍTRÓNUBAKA – TARTE AU CITRON —
.