Ekta franskt croissant

Ekta franskt croissant parís paris frakkland franskur matur franskt Sandholt Brauð & co

Croissant. Fátt er betra en ekta franskt croissant, og fátt er kannski franskara en einmitt croissant – tja nema þá etv baguette, rauðvín, crêpe, góðir ostar, sniglar, coq au vin…..
Mikið væri ánægjulegt ef heildsalar færu að flytja inn vandað alvöru croissant til Íslands já eða þá að fleiri bakarar bökuðu þau. Croissantið í Sandholtsbakaríi og í Brauði & co finnast mér best (útbúin þar frá grunni).

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn! Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.