Mexíkósk kjúklingasúpa

Mexíkósk kjúklingasúpa, mexíkó AKRANES SÚPA
Mexíkósk kjúklingasúpa

Mexíkósk kjúklingasúpa

Í blaði á dögunum sá ég þessa líka fínu uppskrift frá matar- eða saumaklúbbi á Akranesi. Súpan er afar bragðgóð. Neðst í uppskriftinni stendur: Þessi súpa gleður mig mjög mikið og mér finnst ótrúlega huggulegt að standa við eldavélina og dúlla mér við súpugerð. Ilmurinn um heimilið er líka dásamlegur á meðan. Hún er svolítið sterk svo ég mæli með að þið smakkið hana til.

MEXÍKÓSÚPURKJÚKLINGURAKRANES

.

Mexíkósk kjúklingasúpa

4 kjúklingabringur

3 paprikur (rauð, gul og græn)

2 gulrætur

1/2 blaðlaukur

2 hvítlauksgeirar

1 laukur

1/2 rautt chili, fræhreinsað og skorið smátt

5 msk góð olía

2 ds saxaðir tómatar

kjúklingakraftur

2-3 msk karrý

1,5 l vatn

1 /4 l rjómi

1 ds tómatpúrra

200 g Philadelphia ostur með sweet chili

salt og pipar

Hitið olíu á pönnu við vægan hita, saxið grænmetið smátt og steikið stutta stund á pönnunni. Setjið grænmetið í stóran pott, bætið vatninu, tómatpúrru, karríi, kjúklingakrafti og tómötum saman við og látið malla á meðan þið steikið kjúklinginn.

Skerið kjúklinginn í litla bita, steikið í olíu á pönnu í smá stund. Kryddið með kjúklingakryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum við súpuna og látið sjóða við vægan hita í 10-15 mín. Að lokum fer rjóminn og rjómaosturinn saman við.

Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachos-flögum, sem hver og einn bætir á sinn disk eftir smekk.

MEXÍKÓSÚPURKJÚKLINGURAKRANES

— MEXÍKÓSK KJÚKLINGASÚPA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.