Mexíkósk kjúklingasúpa
Í blaði á dögunum sá ég þessa líka fínu uppskrift frá matar- eða saumaklúbbi á Akranesi. Súpan er afar bragðgóð. Neðst í uppskriftinni stendur: Þessi súpa gleður mig mjög mikið og mér finnst ótrúlega huggulegt að standa við eldavélina og dúlla mér við súpugerð. Ilmurinn um heimilið er líka dásamlegur á meðan. Hún er svolítið sterk svo ég mæli með að þið smakkið hana til.
— MEXÍKÓ — SÚPUR — KJÚKLINGUR — AKRANES —
.
Mexíkósk kjúklingasúpa
4 kjúklingabringur
3 paprikur (rauð, gul og græn)
2 gulrætur
1/2 blaðlaukur
2 hvítlauksgeirar
1 laukur
1/2 rautt chili, fræhreinsað og skorið smátt
5 msk góð olía
2 ds saxaðir tómatar
kjúklingakraftur
2-3 msk karrý
1,5 l vatn
1 /4 l rjómi
1 ds tómatpúrra
200 g Philadelphia ostur með sweet chili
salt og pipar
Hitið olíu á pönnu við vægan hita, saxið grænmetið smátt og steikið stutta stund á pönnunni. Setjið grænmetið í stóran pott, bætið vatninu, tómatpúrru, karríi, kjúklingakrafti og tómötum saman við og látið malla á meðan þið steikið kjúklinginn.
Skerið kjúklinginn í litla bita, steikið í olíu á pönnu í smá stund. Kryddið með kjúklingakryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum við súpuna og látið sjóða við vægan hita í 10-15 mín. Að lokum fer rjóminn og rjómaosturinn saman við.
Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachos-flögum, sem hver og einn bætir á sinn disk eftir smekk.
–
— MEXÍKÓ — SÚPUR — KJÚKLINGUR — AKRANES —
–