Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa, ferskjur, kjúklingur, súpa karrý matarmikil
Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa

Jón kunningi okkar benti okkur á dásamlega góða ferskju/grænmetis/kjúklingasúpu. Frekar spes – Jón útvegaði okkur uppskriftina og súpan stendur fyllilega undir væntingum. Hún er ævintýralega góð. Í uppskriftinn er talað um grillaðan kjúkling, sjálfur notaði ég kjúklingalæri, skar þau smátt niður og sauð með grænmetinu í súpunni.
— SÚPURFERSKJUR
.

Ferskjusúpa

 1 laukur

4-5 msk góð olía

3 msk sterkt karrý

kjúklingakraftur

4 hvítlauksrif

3 ds niðursoðnir tómatar með basli og hvítlauk

1dós niðursoðnar ferskjur + safi – stór dós ( skera ferskjurnar smátt )

1/2 heill grillaður kjúklingur ( rifinn og settur í 10-15 mín áður en borið er fram )

2 gulrætur

1-2 stilkar sellerí

1/ 2 paprika

1/2 l matreiðslu rjómi

2 ds kókosmjólk

svartur pipar og salt

 

GARNISH:

Rifinn ostur

Sólblómafræ( eða salatblanda með fræjum og graskersfræum ofl. ristað selt ready út í búð.

Kóríander ( smátt skorinn )

 

todo:

nóg af olíu á pott, laukur + hvítlaukur+ karrý. Bætið við grænmeti ef vill

Setjið restina í pottinn og kryddið til með salt og pipar ( ekki kjúklingurinn strax )

Setjið á diska og spennandi að hver og einn strái örlítlum osti,  nóg af fræjum og svo ferkum kóríander.

SÚPURFERSKJUR

niðursoðnar ferskjur
Niðursoðnar ferskjur

— FERSKJUSÚPA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum. Satt best að segja hrökk ég við þegar ég sá ólífur í upphaflegu uppskriftinni - 15-20 ólífur. Virkaði svolítið spes, ég var samt ákveðinn í að hafa þær en hætti við á síðustu stundu.

Það þarf ekkert að láta ávaxtatertur eins og þessa bíða lon og don fyrir jólin, vika til tíu dagar í ísskáp er fínn tími. Best er samt að bera hana ekki ískalda fram. Mjög góð kaka

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum. Mikið óskaplega eru rauðrófur góðar. Í gamla daga lét maður þessar niðursoðnu frá Ora sér vel líka á jólunum, að vísu sauð móðir mín stundum niður rauðrófur fyrir jólin ef við systkinin (aðallega ég) suðuðum í henni.... En nú er öldin önnur, hægt að fá rauðrófur allan ársins hring og þær eru ekki aðeins látnar á borðið niðursoðnar eins og var. Eflaust er gott að setja eins og eina matskeið af sýrðum rjóma á hvern súpudisk.