Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa, ferskjur, kjúklingur, súpa karrý matarmikil
Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa

Jón kunningi okkar benti okkur á dásamlega góða ferskju/grænmetis/kjúklingasúpu. Frekar spes – Jón útvegaði okkur uppskriftina og súpan stendur fyllilega undir væntingum. Hún er ævintýralega góð. Í uppskriftinn er talað um grillaðan kjúkling, sjálfur notaði ég kjúklingalæri, skar þau smátt niður og sauð með grænmetinu í súpunni.
— SÚPURFERSKJUR
.

Ferskjusúpa

 1 laukur

4-5 msk góð olía

3 msk sterkt karrý

kjúklingakraftur

4 hvítlauksrif

3 ds niðursoðnir tómatar með basli og hvítlauk

1dós niðursoðnar ferskjur + safi – stór dós ( skera ferskjurnar smátt )

1/2 heill grillaður kjúklingur ( rifinn og settur í 10-15 mín áður en borið er fram )

2 gulrætur

1-2 stilkar sellerí

1/ 2 paprika

1/2 l matreiðslu rjómi

2 ds kókosmjólk

svartur pipar og salt

 

GARNISH:

Rifinn ostur

Sólblómafræ( eða salatblanda með fræjum og graskersfræum ofl. ristað selt ready út í búð.

Kóríander ( smátt skorinn )

 

todo:

nóg af olíu á pott, laukur + hvítlaukur+ karrý. Bætið við grænmeti ef vill

Setjið restina í pottinn og kryddið til með salt og pipar ( ekki kjúklingurinn strax )

Setjið á diska og spennandi að hver og einn strái örlítlum osti,  nóg af fræjum og svo ferkum kóríander.

SÚPURFERSKJUR

niðursoðnar ferskjur
Niðursoðnar ferskjur

— FERSKJUSÚPA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.