Spínatsalat með jarðarberjum

Spínatsalat með jarðarberjum pasta rauðlaukur jarðarber spínat salat
Spínatsalat með jarðarberjum

Spínatsalat með jarðarberjum

Það má vel hafa sumarleg salöt á öðrum tímum en yfir hásumarið. Nú fæst ferskt gott grænmeti allt árið og æskilegt að fólk borði meira af því. Ef það verður afgangur af salatinu má taka pastað úr og nota restina í bústið.

SPÍNATSALÖTJARÐARBER

.

Spínatsalat með jarðarberjum

1 poki spínat
1 askja jarðarber
1/4 rauðlaukur
1 avokadó
2 bollar soðið pasta
safi úr 1/2 sítrónu
3 msk góð olía
3 msk vatn
smá svartur pipar
1/4 b saxaðar pecan hnetur.

SPÍNATSALÖTJARÐARBER

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Paëlla

Paëlla (borið fram paeja). Við úðuðum í okkur bæði paellu og katalónsku systur hennar fiduea (þá er pasta í stað hrísgrjóna) á Spáni á dögunum og byrjuðum strax að prófa okkur áfram þegar við komum heim meðan upplifunin var í fersku minni.

Brauðtertudrottningin Ásdís

 

Brauðtertudrottningin Ásdís. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ég er afar svagur fyrir brauðtertum. Kona er nefnd Ásdís Hjálmtýsdóttir. Nafn hennar hefur oft verið nefnt þegar talað er um (brauð)tertur, annað kaffimeðlæti já eða bara hvaða veitingar sem er. Um daginn hitt ég Ásdísi í búð og nefndi við hana hvort hún vildi hringja í mig næst þegar hún setti á brauðtertu. Það liðu ekki margir dagar þangað til Ásdís hringdi og ég fór og myndaði herlegheitin. Auk þess að útbúa brauðtertur var hún með perutertu, marengstertu með kókosbollurjóma á milli, heita rétti og rjómatertur með vanillubúðingi á milli. Þess má geta að Ásdís er með veitingaþjónustu auk þess að matbúa fyrir börn og starfsfólk á leikskóla.