Auglýsing

Spínatsalat með jarðarberjum pasta rauðlaukur

Spínatsalat með jarðarberjum. Það má vel hafa sumarleg salöt á öðrum tímum en yfir hásumarið. Nú fæst ferskt gott grænmeti allt árið og æskilegt að fólk borði meira af því. Ef það verður afgangur af salatinu má taka pastað úr og nota restina í bústið.

Spínatsalat með jarðarberjum

1 poki spínat

1 askja jarðarber

1/4 rauðlaukur

1 avokadó

2 bollar soðið pasta

safi úr 1/2 sítrónu

3 msk góð olía

3 msk vatn

smá svartur pipar

1/4 b saxaðar pecan hnetur

Auglýsing