Kókoskaramellukökur – verðlaunasmákökur

sætur kókos sætt kókosmjöl kókosmjöl (sweetened coconut flakes Kókoskaramellukökur Smákökusamkeppni kornax
Kókoskaramellukökur

Kókoskaramellukökur. Þessar dásamlegu smákökur urðu í fyrsta sæti í smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax í ár.  Bökum fyrir jólin

Kókoskaramellukökur

Kökur:

180 g smjör, mjúkt

1/2 b sykur

2 b hveiti

1/4 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1/2 tsk vanilludropar

1 msk mjólk

Kókostoppur:

300 g sætur kókos (má blanda venjulegum og sætum saman til helminga)

Ofan á:

320 g Nóa Síríus töggur

1 tsk smjör

Hitið ofninn í 180 ° Hrærið smjör og sykur saman þar til það er létt og kremkennt. Blandið þurrefnum út í og síðast vanilludropum og hnoðið saman. Bætið mjólk saman við ef þarf, ekki er víst að þess þurfi, deigið ´aekki að vera mjög klístrað, þannig að hægt sé að fletja það út. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði (u.þ.b. 1/2 cm á þykkt). Stingið út kökur með piparkökuformi og gerið gat í miðjuna. Raðið á ofnplötu klædda bökurnarpappír og bakið kökurnar í 10-12 mín. Kælið

Bræðið töggurnar með rjómanum yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofninum. Hrærið kókosnum út í og dreifið honum yfir kökurnar.

Bræðið súkkulaði með smjöri. hjúpið botninn á hverri köku með því að dýfa þeim í súkkulaðið. Skreytið kökkurnar með afganginum af súkkulaðinu

Sætur kókos fæst í Hagkaup

Smákökusamkeppni kornax Margrét Theódóra Jónsdóttir

Kökublað Gestgjafans 2012 bls 71. 1 sæti í smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax. Höfundur: Margrét Theódóra Jónsdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave

Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Ofnbakaður heill hvítlaukur - mjúkur og sætur. Í hinni stórfínu búð Matarbúri Kaju á Óðinsgötu fæst heill lífrænt ræktaður hvítlaukur (reyndar er allt grænmetið þar lífrænt ræktað). Hvítlaukur er sko ekki sama og hvítlaukur. Hvítlaukur bakaður í ofni verður sætur og mjög mjúkur. Hann má svo nota að vild í alla þá rétti sem hvítlaukur er góður í.

Steinseljupestó

Steinseljupestó. Alltaf er nú gaman að prófa nýjar útgáfur af pestói. Í pestói dagsins er uppistaðan basil og steinselja, kasjúnhetur og sólblómafræ. Steinseljan er meinholl, hún er uppfull af næringarefnum og þekkt fyrir mikið magn C vítamíns. Hún inniheldur hlutfallslega meira C vítamín en appelsínur. Allt er það vænt sem vel er grænt.

Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum

Marokkoskur kjuklingur

Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum. Í síðustu Frakklandsferð okkar fengum við okkur ekta tajinu eða tagínu, sem er leirpottur (fyrir ofn eða eldavél) með háu loki sem mjókkar upp. Þetta er undurgóð matreiðsluaðferð. En auðvitað er ekki nauðsynlegt að eiga svona græju, réttinn má elda í bakaraofni á lágum hita í tvær klst.