Indverskt mangósalat

Indverskt mangósalat Indland mangó salat

Indverskt mangósalat. Einhver hafði á orði að að mangó væri þjóðarávöxtur Indverja, en þeir framleiða um 40% af öllu mangói í heiminum. Talið er að yfir eitt þúsund tegundir af mangói séu til. Það er ágætt að kaupa mangóið og lárperuna nokkrum dögum áður og láta það þroskast, t.d. í eldhússglugganum.

Indverskt mangósalat

grænt salat (notaði aðallega grænkál)

2 stór mangó

1 gúrka

1 rauðlaukur

1 stórt avókadó

2 msk góð olía

3 msk sítrónusafi

3 tsk eplaedik

1/2 b saxað kóriander

chili

1 msk masala krydd

1 hvítlauksrif, fínt saxað

salt og pipar

Skerið salatið gróft og setjið í skál, skerið niður mangó, gúrku og rauðlauk og bætið saman við. Blandið við olíu, sítrónusafa, ediki og kryddi. Látið standa í amk klst áður en þetta er borðað.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.

Allir geta dansað – líka Bergþór

Allir geta dansað. Ég man varla eftir öðrum eins viðbrögðum eins og við þáttunum Allir geta dansað. Ég held að þessi þáttaröð hafi hreinlega þjappað okkur Íslendingum saman í bjartsýni og gleði. Allir geta séð sjálfa sig í þeirra sporum, því að þau byrjuðum flest algerlega blaut á bak við eyrun, ég hef m.a.s. hitt karla sem nenna aldrei að horfa á dans og þola ekki raunveruleikaþætti, en þeir hreinlega límast við skjáinn.

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Pönnukökur

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Í skírnarveislu hér í dag var m.a. boðið uppá pönnukökur og gaman að segja frá því að þær kláruðust fyrst.

Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.