Punjabi kjúklingur

1
Auglýsing
Punjabi kjúklingur indverskur indland kjúlli kóríander engifer túrmerik hvítlaukur
Indverskur Punjabi kjúklingur

Indverskur Punjabi kjúklingur

Áhugavert að prófa rétti frá fjarlægum löndum, þeir sem vilja sterkan mat mega gjarnan bæta við kryddi. Kjúklingarétturinn er ægigóður og alls ekki sterkur.

INDLANDKJÚKLINGURKJÖT

Auglýsing

.

Indverskur Punjabi kjúklingur

6 kjúklingabringur

1 stór laukur

3 msk góð olía

4 tómatar, saxaðir

2 hvítlauksrif

2 tsk rifinn engifer

chili

1 tsk kóriander

1 tsk túrmerik

salt og svartur pipar

2 lárviðarlauf

1/2 tsk kardimommur

1 tsk kanill

1 ds kotasæla

2 bananar.

Brúnið kjúklingalærin í olíunni og setjið þau í eldfast form, saxið laukinn og steikið á pönnunni, bætið við öllu kryddinu og loks kotasælunni. Látið sjóða stutta stund, hellið yfir kjúklingalærin og steikið í 175° heitum ofni í um 45 mín, skerið bananana í sneiðar og stráið yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

Berið fram með hrísgrjónum.

INDLANDKJÚKLINGURKJÖT

.

Fyrri færslaBananabrauð Boga
Næsta færslaBlómkáls Bhaji – indverskur grænmetisréttur

1 athugasemd

  1. Takk fyrir frábæra rétti, þessi er afar ljúffengur. Áttu nokkuð góða uppskrift af gæsabringum?

Comments are closed.