Auglýsing

Blómkáls Bhaji karrý indland indverskur matur

Blómkáls Bhaji. Mjög góður indverskur réttur. Þó í uppskriftinni komi fram að sjóða skuli grænmetið skellti ég þessu fyrst á pönnuna og síðan í ofninn í tæpa klst.

Auglýsing

Blómkáls Bhaji

2 laukar

2 msk góð olía

1 tsk cumin

2 hvítlauksrif

chili

1 tsk túrmerik

2 msk kóriander, saxað

1 stórt blómkálshöfuð

500 g kartöflur, skornar í bita

2/3 b vatn

3/4 b hrein jógúrt

2 b frosnar grænar baunir

2 msk garam masala (má líka nota karrý í staðinn)

Saxið laukinn og steikið á pönnu, bætið við hvítlauk og cummini og vatni. Takið blómkálið í sundur (ekki of smátt) og bætið við ásamt kartöflunum. Látið sjóða í stutta stund. Bætið saman við kóriander, túrmerik, chili og jógúrt. Látið sjóða þangað til grænmetið er mjúkt, bætið við grænum baunum í restina, þegar þær eru mjúkar er rétturinn tilbúinn