Pepperóni-ýsa

Pepperóni-ýsa

Pepperóni-ýsa

Árdís bauð okkur systkinum sínum á höfuðborgarsvæðinu í kvöldmat. Á meðan við borðuðum spáði hún fyrir okkur í bolla strekkt jóladúkana líka…. NOT!

Allavega, mjög góður fiskréttur en það á við hér eins og oft áður að gott hráefni skiptir máli – ýsan var splunkuný

Pepperóni-ýsa

Splunkuný ýsa

hveiti

olía til steikingar

rauðlaukur

laukur

pepperóní

spergilkál

epli

pepperóníostur

matreiðslurjómi

tex mex smurostur

kjötkraftur

Ýsu velt upp úr hveiti og steikt á pönnu krydduð með salti og pipar – skutlað í eldfast mót. Rauðlaukur, laukur, pepperóní og spergilkál skorið niður og mýkt á pönnu – svo sett yfir fiskinn. 1 epli t.d. jonagold skorið í litla bita stráð yfir. Pepperoní ostur hitaður í matreiðslurjóma (ég var líka með hálfa dós af Tex Mex smurosti) + einn kjötteningur – hellt yfir allt hitt. Sett í heitan ofn ca í 15 mín. Þessi réttur er alltaf ægilega vinsæll og uppskriftin hefur verið gefin oft og mörgu sinnum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen). Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum. Í góða veðrinu í sumar vann ég á sumarhóteli á þorgrímsstöðum í Breiðdal. Reglulega var bakað bananabrauð sem ég tengi beint við dvölina í sveitasælunni. Oftar en ekki gúffuðum við í okkur nýbakað brauðið með smjöri sem bráðnaði á sneiðinni.