Pepperóni-ýsa

Pepperóni-ýsa

Pepperóni-ýsa. Árdís bauð okkur systkinum sínum á höfuðborgarsvæðinu í kvöldmat. Á meðan við borðuðum spáði hún fyrir okkur í bolla strekkt jóladúkana líka…. NOT!

Allavega, mjög góður fiskréttur en það á við hér eins og oft áður að gott hráefni skiptir máli – ýsan var splunkuný

Pepperóni-ýsa

Splunkuný ýsa

hveiti

olía til steikingar

rauðlaukur

laukur

pepperóní

spergilkál

epli

pepperóníostur

matreiðslurjómi

tex mex smurostur

kjötkraftur

Ýsu velt upp úr hveiti og steikt á pönnu krydduð með salti og pipar – skutlað í eldfast mót. Rauðlaukur, laukur, pepperóní og spergilkál skorið niður og mýkt á pönnu – svo sett yfir fiskinn. 1 epli t.d. jonagold skorið í litla bita stráð yfir. Pepperoní ostur hitaður í matreiðslurjóma (ég var líka með hálfa dós af Tex Mex smurosti) + einn kjötteningur – hellt yfir allt hitt. Sett í heitan ofn ca í 15 mín. Þessi réttur er alltaf ægilega vinsæll og uppskriftin hefur verið gefin oft og mörgu sinnum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.