Pepperóni-ýsa
Árdís bauð okkur systkinum sínum á höfuðborgarsvæðinu í kvöldmat. Á meðan við borðuðum spáði hún fyrir okkur í bolla strekkt jóladúkana líka…. NOT!
Allavega, mjög góður fiskréttur en það á við hér eins og oft áður að gott hráefni skiptir máli – ýsan var splunkuný
Pepperóni-ýsa
Splunkuný ýsa
hveiti
olía til steikingar
rauðlaukur
laukur
pepperóní
spergilkál
epli
pepperóníostur
matreiðslurjómi
tex mex smurostur
kjötkraftur
Ýsu velt upp úr hveiti og steikt á pönnu krydduð með salti og pipar – skutlað í eldfast mót. Rauðlaukur, laukur, pepperóní og spergilkál skorið niður og mýkt á pönnu – svo sett yfir fiskinn. 1 epli t.d. jonagold skorið í litla bita stráð yfir. Pepperoní ostur hitaður í matreiðslurjóma (ég var líka með hálfa dós af Tex Mex smurosti) + einn kjötteningur – hellt yfir allt hitt. Sett í heitan ofn ca í 15 mín. Þessi réttur er alltaf ægilega vinsæll og uppskriftin hefur verið gefin oft og mörgu sinnum