Perur soðnar í freyðivíni. Margir eiga ljúfar minningar tengdar niðursoðnum perum úr dós, einu sinni þóttu manni þær stórfínar og eftirsóknarverðar. Jú perutertan góða stendur alltaf fyrir sínu. Perur soðnar í freyðivíni eru himneskar, gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Einfaldur eftirréttur sem öllum mun líka – áramótaeftirrétturinn í ár.
— PERUR — PERUTERTUR — FREYÐIVÍN – SKÁLAÐ —
Perur soðnar í freyðivíni
5-7 ferskar perur
1 flaska freyðivín (ég notaði Jacob´s Creek)
1/2 bolli sykur
1 msk hunang
1 tsk kanill
1 tsk kardimommur
1/2 tsk salt
1/2 tsk sítrónusafi
Afhýðið perurnar og setjið í pott. Bætið fyrir freyðivíni, sykri, hunangi, kanil, kardimommum, salti og sítrónusafa. Ef ekki flýtur yfir perurnar bætið þá við vatni. Sjóðið í 25-30 mín.
Takið perurnar uppúr. Sjóðið safann niður þannig að um bolli verði eftir í pottinum.
Hellið sósunni á disk, setjið peruna ofan á og berið fram með þeyttum rjóma eða ís.
.
.