Perur soðnar í freyðivíni

Perur í freyðivíni
Perur í freyðivíni

Perur soðnar í freyðivíni. Margir eiga ljúfar minningar tengdar niðursoðnum perum úr dós, einu sinni þóttu manni þær stórfínar og eftirsóknarverðar. Jú perutertan góða stendur alltaf fyrir sínu. Perur soðnar í freyðivíni eru himneskar, gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Einfaldur eftirréttur sem öllum mun líka – áramótaeftirrétturinn í ár.

PERURPERUTERTURFREYÐIVÍNSKÁLAÐ

Perur soðnar í freyðivíni

5-7 ferskar perur

1 flaska freyðivín (ég notaði Jacob´s Creek)

1/2 bolli sykur

1 msk hunang

1 tsk kanill

1 tsk kardimommur

1/2 tsk salt

1/2 tsk sítrónusafi

Afhýðið perurnar og setjið í pott. Bætið fyrir freyðivíni, sykri, hunangi, kanil, kardimommum, salti og sítrónusafa. Ef ekki flýtur yfir perurnar bætið þá við vatni. Sjóðið í 25-30 mín.

Takið perurnar uppúr. Sjóðið safann niður þannig að um bolli verði eftir í pottinum.

Hellið sósunni á disk, setjið peruna ofan á og berið fram með þeyttum rjóma eða ís.

Perur í freyðivíni
Perurnar soðnar í freyðivíni

 

.

— PERUR Í FREYÐIVÍNI —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðimúslíhafrakex – óskaplega bragðgott hafrakex

Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750

Súkkulaðimúslíhafrakex. Óskaplega bragðgott hafrakex sem bragðast enn betur með góðum kaffibolla. Listakokkurinn og útvarpskonan Ingveldur G. Ólafsdóttir bakaði svona hafrakex fyrir sísvanga nemendur Listaháskólans síðasta vetur.

Speltbrauð með lyftidufti

Speltbrauð með lyftidufti. Sumir hræðast gerbrauð, telja það flókinn bakstur. Við hættum samt ekki að baka þó eitthvað misheppnist einu sinni. Æfingin skapar meistarann. Það tekur ekki eins langan tíma að undirbúa lyftiduftsbrauð, en það bakast lengur en gerbrauðið. Engar afsakanir lengur, upp með svunturnar....