Auglýsing
 Döðlu kexkökur Oddgeir smákökusamkeppni smákökur jólabakstur
Döðlukexkökur

Döðlu kexkökur

Í nokkur ár höfum við Bergþór dæmt í jólasmákökusamkeppni hjá Opus lögmönnum, í ár fengum við þokkadísina Völu Matt til að dæma með okkur. Hér vinningsuppskrift Oddgeirs í smákökusamkeppninni.
“Í grunninn er þetta þessi uppskrift sem ég fann á netinu og var í fyrsta þætti Jóa Fel í vetur. Ég hafði ætlað að vera með eitthvað agalega sniðugt og skemmtilegt en brann út á tíma og fann þetta á netinu þegar strákurinn var farinn að sofa og gúggl að heimsins bestu smáköku hafði hrakið mig langleiðina að miðnætti.
Á dauða mínum átti ég von fremur en að sigra í þessari keppni.”
 
Döðlu kexkökur
Bergþór, Vala, Oddgeir og Albert
 

Döðlu kexkökur

150 g    hveiti
½ tsk    matarsódi
¼ tsk    salt
125 g    smjör
100 g    púðursykur
100 g    sykur
2 stk    egg
150 g    haframjöl
50 g    kornflex
50 g    döðlur, saxaðar
100 g    súkkulaði, saxað

Setjið þurrefnin saman í skál. Vinnið sykurinn og púðursykurinn vel saman með smjörinu þar til létt og ljóst. Setjið eggin saman við rólega og vinnið vel saman. Setjið þurrefnin saman við og vinnið rólega saman. Blandið svo haframjölinu, kornflexinu, döðlunum og súkkulaðinu saman við og vinnið rólega saman í gott deig. Setjið deigið á plötu með teskeið og bakið við 190° í c.a 12-14 mín.

Konráð

Uppskriftin er hér að neðan eins og hún birtist á netinu en hún segir aðeins hálfa söguna. Ég endurtek – uppskriftin hér að neðan er ekki alveg lýsandi fyrir baksturinn minn. Breytingunum er lýst hér að neðan og felast þær aðallega í meiri óvissu um magn, minni döðlum og súkkulagðirúsínuviðbót. Ég mæli líka með að baka sem styst – 12,5 mínútur held ég að hafi komið best út hjá mér – þá verða þær aðeins mýkri.
Ég byrjaði á því komast að því að vigtin var biluð og þurfti því að áætla þyngd með öðrum aðferðum (eins og að 1 dl af hveiti sé ca 60gr og 1 dl. af sykri um 85 gr.) og tilfiinningu óreynds bakara. Síðan komst ég að því að púðursykurinn minn var orðinn að þyrrum steini svo ég þurfti að mylja hann í sand eftir bestu getu og bæta vatni við eftir því sem tilfining mín sagði mér að hefði gufað upp úr púðursykrinum. Síðan blanda ég sykrinum, púðursykrinum og smjörinu saman en það verður miklu þykkara en ég hafði talið að ætti að vera en þorði ekki að bæta við meira af vatni. Svo blandaði ég eggjunum saman við en það blandaðist afar illa saman og þá fór svo að ég setti kitcenaidið á hæsta snúning þannig að ég neyddi þetta einhvernveginn saman, andstætt ráðleggingum Jóa Fel. Sama átti eiginlega við um þurrefnin, ég þurfti að hræra á miklu meiri hraða en allar fræðikenningar segja að eigi að gera. Það á víst að gera kökur seigar að hræra þurrefnunum hratt saman við. Það sem mér finnast döðlur ekkert æðislegar setti ég minna af þeim en uppskriftin hér að neðan segir til um. Þá bætti ég við tveimur handfyllum af súkkulaðirúsínum (californíu). Ég skar suðusúkkulaðið í frekar grófa bita en döðlurnar í smáa bita.
Auglýsing