Steikt eggaldin

Steikt eggaldin
Steikt eggaldin

Steikt eggaldin

Einhverra hluta vegna hefur eggaldin verið mér nokkuð framandi, kannski vegna þess að ég hef aldrei prófað fyrir alvöru að elda hin trefjaríku eggaldin. Í mörgum uppskriftum af steiktum eggaldinsneiðum er talað um að strá þurfi salti á sneiðarnar til að ná vökvanum úr fyrir steikingu – þetta er engin nauðsyn. Við fórum á grískan matsölustað í Berlín og fengum þar pönnusteikt eggaldin borið fram með tzaziki sósu, mjög einfalt og mjög gott.

EGGALDINVEGANTZAZIKI SÓSA

.

Steikt eggaldin

1 eggaldin

heilhveiti

olía

salt og pipar

Skerið eggaldin í ca 2 cm sneiðar og þerrið vel. Veltið upp úr heilhveitinu og steikið stutta stund á pönnu. Tilbúið. Gott að bera fram með tzaziki sósu

Eggaldin
Eggaldin

EGGALDINVEGANTZAZIKI SÓSA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítlauksbrauð með ostasalati

Hvítlauksbrauð með ostasalati. Brauðið og ostasalatið útbjó Berglind vinkona mín fyrir blað Franskra daga, þegar saumaklúbburinn hennar bauð lesendum upp á ca 35þús einstaklega bragðgóðar hitaeiningar á þremur blaðsíðum

Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju

 

Pinacolada hrákaka. Á Akranesi er eina lífrænt vottaða búð landsins: Matarbúr Kaju.  Í júní sl opnaði þar á sama stað kaffihúsið Café Kaja (kaffihúsið er í vottunarferli). Á kaffihúsinu eru allir drykkir og meðlæti unnið úr lífrænu hráefni - hvorki meira né minna.

Vanilluostaterta

Vanilluostaterta - vegan. Þrátt fyrir nafnið er tertan bæði vegan og hráfæðis, þó enginn sé osturinn. Þ.e.a.s. hinn hefðbundni ostur. Áferðin á fyllingunni minnir á ostatertu og útlitið kannski líka. Mjög ljúffeng terta