Bananalummur

Bananalummur bananar lummur tvö hráefni

Bananalummur. Stundum rekst ég á uppskriftir sem hljóma svo ótrúlega að það er ekki annað hægt en að prófa sjálfur – eins og þessi af bananalummum. Það eru aðeins tvö hráefni: bananar og egg. Satt best að segja minnir þetta of mikið á eggjaköku með bananabragði. Ég geri ekki ráð fyrir að steikja þessar lummur aftur, en það var vel þess virði að prófa.

Bananalummur

1 stór þroskaður banani

2 egg

Merjið bananann í skál, bætið við eggjunum og hrærið vel saman. Steikið á pönnu í olíu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka. Hver kannast ekki við að það er ekki til klaki í frystinum þegar á þarf að halda? Allra besta ráðið til að setja vatn í flöskur eða vatnskönnur og frysta. Þetta á einnig við þegar farið er í ferðalög. Þá er kjörið að frysta vatn á flöskum og rétt fyrir brottför er síðan fyllt á með vatni, bústi, ávaxtasafa eða öðru. Húsráð dagsins og allra daga :)

Ömurleg framkoma eigenda Hressingarskálans

Ömurleg framkoma eigenda Hressendaskálans

Hressingarskálinn er eflaust lang-fínasti businessstaðurinn í Reykjavík í matsölu og kaffisölu. Þar er fullt frá morgni til kvölds og eigendur svo stórir með sig, að þeir köstuðu a.m.k. tólf fastagestum út, sem drukkið hafa þar kaffi í áratug, sumir lengur, og gerðu allt að kr. 80-100 þúsund kr. viðskipti á ári eður meira. Ágreiningsefni var, að fyrirtækið mátti ekki vera að því að taka frá borð handa þessum gestum sínum. Það er alltaf munur að kunna sig í veitingamennskunni - sérstaklega þegar efnin eru nógu mikil.