Kúrbítsbrauð. Nú er ég farinn að nota heilhveiti mun meira en áður, stundum með venjulegu hveiti en oftast ekki. Þó líkami okkar sé næstum því fullkominn þá ræður hann ekki við að melta heil hörfræ. Best finnst mér að mala þau í kaffikvörninni, matvinnsluvélar vinna illa á þeim. Kannski er allt í lagi að nota ómöluð hörfræ í brauðið, ég hef bara ekki prófað það. Eins og áður hefur komið fram er kúrbítur meinhollur
Kúrbítsbrauð
6 msk möluð hörfræ
1 dl heitt vatn
2 dl sykur
1 dl góð olía
1 dl eplamús
1 tsk vanilla
2-2 1/2 b rifinn kúrbítur
4 dl heilhveiti
1 msk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 msk kanill
2 tsk múskat
1 tsk salt
1 dl súkkulaði, saxað
1 dl rúsínur
Blandið saman hörfæjum og heitu vatni. Bætið við sykri, olíu, eplamús, vanillu og kúrbít – hrærið vel saman. Blandið saman öllum þurrefnunum í aðra skál. Blandið þurrefnunum saman við fyrri skálina og hrærið vel saman. Smyrjið tvö brauðform, setjið deigið í og bakið við 170° í 55-60 mín. Berið fram volgt með hollu góðu viðbiti