Valhnetur í engifersírópi

Valhnetur í engifersírópi

Valhnetur í engifersírópi. Sætar en sterkar valhnetur. Til að fá enn fallegri lit má bæta við svo sem einni matskeið af púðursykri á pönnuna áður en valhenturnar eru settar á hana. Svo gefur það auka kraft að strá salti og pipar yfir.

Valhnetur í engifersírópi

3 b valhnetur

ca 3/4 b engifersíróp (sjá uppskrift hér að neðan)

Setjið sírópið á pönnu og hitið vel, látið valhenturnar saman við og hrærið viðstöðulaust í. Þetta tekur aðeins nokkrar mínútur, svona fimm, sex eða sjö…

Valhnetur í engifersírópi

Engifersíróp

3/4 b engifer í sneiðum

1 b sykur

1 b vatn

Setjið allt í pott og látið sjóða í 30-40 mín án þess að hafa lok á pottinum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir.  Facebook er einn vinsælasti samfélagsmiðillinn hér á landi og langflestir Íslendingar eru skráðir þar. Eflaust er þetta eitt af þessum frægu heimsmetum okkar miðað við höfðatölu.

Langflestir tala um Facebook, en ætli besta íslenska orðið sé ekki fasbók. Fas er gamalt orð yfir andlit sem einnig táknar fas; prúðmennsku, asa, látalæti og framkomu. Fés og smetti eru aftur á móti niðrandi orð, sem eru einstaklega óviðeigandi um fólk.

Margir átta sig ekki á því að fasbókin ljóstrar ýmsu upp um okkur, sérstaklega fas! Sumir eru alltaf gleðigjafar, aðrir meira og minna í fýlu. Það er gaman að svala forvitni sinni á fasbókinni. Sumir eru virkir, en ýmsir fylgjast með og láta lítið yfir sér.

Netsiðir eru einskonar mannasiðir á netinu, svolítið eins og óformlegar siðareglur í daglega lífinu.

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum
Við systkinin erum leikjaóð og notum hvert tækifæri til að fara í leiki. Félagsráðgjafi og fjölskylduvinur spurði góðlátlega hvort við hefðum ekki haft tækifæri til að leika okkur nægjanlega í æsku....

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Fyrri færsla
Næsta færsla