Valhnetur í engifersírópi. Sætar en sterkar valhnetur. Til að fá enn fallegri lit má bæta við svo sem einni matskeið af púðursykri á pönnuna áður en valhenturnar eru settar á hana. Svo gefur það auka kraft að strá salti og pipar yfir.
Valhnetur í engifersírópi
3 b valhnetur
ca 3/4 b engifersíróp (sjá uppskrift hér að neðan)
Setjið sírópið á pönnu og hitið vel, látið valhenturnar saman við og hrærið viðstöðulaust í. Þetta tekur aðeins nokkrar mínútur, svona fimm, sex eða sjö…
Engifersíróp
3/4 b engifer í sneiðum
1 b sykur
1 b vatn
Setjið allt í pott og látið sjóða í 30-40 mín án þess að hafa lok á pottinum.