Auglýsing
Súkkulaðiostakaka súkkulaði rjómaostur terta kaka einfalt kaffimeðlæti KÖKUBÓK HAGKAUPA
Súkkulaðiostakaka

Súkkulaðiostakaka

Samkvæmt leiðbeiningum í bókinni  (Kökubók Hagkaups) þarf að gefa þarf sér góðan tíma í undirbúning og að kakan henti mjög vel sem eftirréttur. Það er alveg spurning hvort ekki megi sleppa matarlíminu, rjómaosturinn heldur fyllingunni vel saman.

OSTAKÖKURSÚKKULAÐITERTUR

.

Súkkulaðiostakaka

400 g hafrakex

2 msk sykur

100 g smjör

100 g suðusúkkulaði

Fylling

250 g rjómaostur

2 msk sykur

2 egg, aðskilin

100 g suðusúkkulaði

1 1/2 dl rjómi

4 stk matarlím

Myljið kexið vel niður, bræðið smjörið og blandið saman við ásamt sykrinum. Bræðið súkkulaðið og blandið saman við, þrýstið vel í botninn og upp á kantinn. Vinnið rjómaostinn mjúkan, þeytið sykur og eggjarauður saman og blandið saman við ostinn. Þeytið hvíturnar og hrærið saman við brætt súkkulaðið, blandið súkkulaðinu saman við ostahræruna, leysið upp matarlímið og blandið saman við. Að síðustu er rjómanum bætt út í. Kælið 3 klst. minnst.

Uppskriftin er úr Kökubók Hagkaups

OSTAKÖKURSÚKKULAÐITERTUR

.

Auglýsing

2 athugasemdir

Comments are closed.