Auglýsing
Súkkulaðimintuterta hráterta kaffimeðlæti súkkulaði raw food terta kaka MINTA
Súkkulaðimintuterta

Súkkulaðimintuterta

Það er afar einfalt og fljótlegt að útbúa hrákökur og matvinnsluvélin leikur stórt hlutverk. Svei mér þá, ég held ég hafi enn ekki bragðað hráfæðisköku sem ég er ekki ánægður með. Við erum með mintu í potti sem fer út á vorin en er úti í glugga á veturna. Var með ferska mintu til helminga í fyllingunni.

 HRÁTERTUR — MINTATERTURSÚKKULAÐI

Auglýsing

.

Súkkulaðimintuterta

Botn:

2 dl möndlur

1 ½ dl döðlur

½ dl kakóduft

½ dl kakónibs

1 tsk vanilluextract

smá vatn

Fylling:

5 dl kasjúhnetur

1 dl minta (helst fersk)

1 ½ dl vatn

⅔ dl agave

1 tsk vanilluextract

smá himalyasalt

3 msk brætt kakósmjör

2 msk brædd kókosolía

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið í form með lausum botni, þjappið og maukið.

Fylling: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið yfir fyllinguna, geymið í ísskáp í 2-4 klst. Skreytið með jarðarberjum, ferskri mintu, kakónibs eða kakódufti

Súkkulaðimintuterta
Súkkulaðimintuterta

.

 HRÁTERTUR — MINTATERTURSÚKKULAÐI

— SÚKKULAÐIMINTUTERTAN —

.