Sinnepshungangskjúklingur

 

Sinnepshungangskjúklingur Campell´s hunang sinnep kjúlli kjúklingur campbell´s
Sinnepshungangskjúklingur

Sinnepshungangskjúklingur

Campbell´s súpa, hunang og Dijon…dálítið sérstök samsetnin en útkoman er góð. Hrísgrjón og kartöflumús með og ekkert vesen 🙂

KJÚKLINGURDIJONCAMPBELL´S —

Sinnepshungangskjúklingur

4 kjúklingalæri

2 tsk góð olía

1 laukur

1 dós Campbell´s kúklingasúpa

1/2 b vatn

3 msk Dijon sinnep

1 msk hunang

1 sæt kartafla, skorin í bita

Úrbeinið kjúklingalærin (eða hafið þau með beini) og brúnið í olíunni – setjið í eldfast form.  Brúnið laukinn þar á eftir (í sömu olíu) og blandið honum, súpunni, vatni, sinnepi, hunangi og kartöflunni og hellið yfir kjúklinginn. Steikið í 175° heitum ofni í um 45 mín eða þar til kjúklingurinn er gegnum steiktur.

Sinnepshunangskjúklingur

.

KJÚKLINGURDIJONCAMPBELL´S —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað; Lyfta – drekka – lyfta

Skálað; Lyfta - drekka - lyfta.
Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann.

SaveSave

Óla rúgbrauð

Rúgbrauð með marineraðri síld. Það er nú meira hversu mikill munur er á rúgbrauði og rúgbrauði. Sumt rúgbrauð sem bakað er í bakaríum er ekki étandi vegna sætinda, það þarf næstum því að setja rauðan viðvörunarmiða á nokkrar tegundir.

Fyrri færsla
Næsta færsla