Sinnepshungangskjúklingur

 

Sinnepshungangskjúklingur Campell´s hunang sinnep kjúlli kjúklingur campbell´s
Sinnepshungangskjúklingur

Sinnepshungangskjúklingur

Campbell´s súpa, hunang og Dijon…dálítið sérstök samsetnin en útkoman er góð. Hrísgrjón og kartöflumús með og ekkert vesen 🙂

KJÚKLINGURDIJONCAMPBELL´S —

Sinnepshungangskjúklingur

4 kjúklingalæri

2 tsk góð olía

1 laukur

1 dós Campbell´s kúklingasúpa

1/2 b vatn

3 msk Dijon sinnep

1 msk hunang

1 sæt kartafla, skorin í bita

Úrbeinið kjúklingalærin (eða hafið þau með beini) og brúnið í olíunni – setjið í eldfast form.  Brúnið laukinn þar á eftir (í sömu olíu) og blandið honum, súpunni, vatni, sinnepi, hunangi og kartöflunni og hellið yfir kjúklinginn. Steikið í 175° heitum ofni í um 45 mín eða þar til kjúklingurinn er gegnum steiktur.

Sinnepshunangskjúklingur

.

KJÚKLINGURDIJONCAMPBELL´S —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Hreyfing, félagsleg þörf og næring. Það að lifa góðum lífsstíl er val hvers og eins. Við getum valið það að fara í veislu til að njóta þess að hitta fólk og passa okkur að borða ekki óhóflega. Göngutúr getur bætt andlega líðan og verið góð næring hvort sem við veljum það að fara ein út eða með alla fjölskylduna. Það eru ótal gönguleiðir til hvar sem við erum á landinu. Njótum þess að skipuleggja skemmtilega göngur og samverustundir. Einfaldar lausnir eins og drekka nóg vatn, borða grænmeti og ávexti og hreyfa sig daglega, eins og hentar okkur best, í sundi, á hjóli, í líkamsræktarstöð o.s.frv., er góð byrjun á bættum lífsstíl.  

Vanilluostaterta

Vanilluostaterta - vegan. Þrátt fyrir nafnið er tertan bæði vegan og hráfæðis, þó enginn sé osturinn. Þ.e.a.s. hinn hefðbundni ostur. Áferðin á fyllingunni minnir á ostatertu og útlitið kannski líka. Mjög ljúffeng terta

Fyrri færsla
Næsta færsla