Auglýsing

 

Sinnepshungangskjúklingur Campell´s hunang sinnep kjúlli kjúklingur
Sinnepshungangskjúklingur

Sinnepshungangskjúklingur

Campbell´s súpa, hunang og Dijon…dálítið sérstök samsetnin en útkoman er góð. Hrísgrjón og kartöflumús með og ekkert vesen 🙂

KJÚKLINGURDIJON

Sinnepshungangskjúklingur

4 kjúklingalæri

2 tsk góð olía

1 laukur

1 dós Campbell´s kúklingasúpa

1/2 b vatn

3 msk Dijon sinnep

1 msk hunang

1 sæt kartafla, skorin í bita

Úrbeinið kjúklingalærin (eða hafið þau með beini) og brúnið í olíunni – setjið í eldfast form.  Brúnið laukinn þar á eftir (í sömu olíu) og blandið honum, súpunni, vatni, sinnepi, hunangi og kartöflunni og hellið yfir kjúklinginn. Steikið í 175° heitum ofni í um 45 mín eða þar til kjúklingurinn er gegnum steiktur.

Sinnepshunangskjúklingur

.

KJÚKLINGURDIJON

.

Auglýsing