Villuterta

Villuterta ávaxtaterta terta kaffimeðlæti Vilborg Eiríksdóttir Brimnes hulda steinsdóttir
Villuterta

VILLUTERTA

Nöfnum nokkurra mikilmenna hefur verið haldið á lofti, löngu eftir dauða þeirra, með því að nefna uppskriftir eftir þeim. Má þar nefna Sörur, svínakjötsréttur Maós formanns, Pavlovur, Melba ferskjur og Margherita pitsuna. Ef til vill höfum við einhver dæmi um þetta á Íslandi en það dæmi sem ég þekki best er að mamma nefndi ægigóða tertu eftir Vilborgu systur minni: Villuterta. Mjög góð terta sem öllum líkar vel. Til að forðast misskilning þá er Vilborg sprelllifandi.

🍏

VILBORG EIRÍKSDPAVLOVURTERTURSÖRURFERSKJUR

🍏

Villuterta verður til

Villuterta

100 g sykur (2 dl)
2 egg
100 g kókosmjöl (3 dl)
120 g heilhveiti
1 tsk lyftitduft
1/2 tsk salt

Fylling:

3 græn epli, söxuð gróft
2 bananar, skornir í sneiðar
100 g súkkulaði, saxað gróft
200 g brytjaðar döðlur
60 g púðursykur
2 msk kókosmjöl
smá salt

Þeytið saman egg og sykur, bætið þurrefnunum saman við. Setjið deigið í form með lausum botni. Blandið öllum hráefnunum í fyllunguna saman og setjið yfir deigið, bakið í um 35 mín við 170°

 

Villuterta

🍏

VILBORG EIRÍKSDPAVLOVURTERTURSÖRUR

— VILLUTERTA —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka

Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.

Kakan sem klikkar ekki – einföld, fljótleg og gómsæt

 

Kakan sem klikkar ekki. Já, það er nú það þegar eru annasamir dagar og maður veit að gesta er von og vill gera vel við þá og veit að tími getur verið af skornum skammti. Samvera með góðu fólki er nærandi og mannbætandi.
Best er að geta lagt á borð einum eða jafnvel tveimur dögum áður því það fer ekki neitt og það sparar manni mikinn tíma. Sólveig systir mín bauð í kvöldkaffi og var eldsnögg að útbúa kaffimeðlætið. „Það er skemmtilegt að fá fólk heim og njóta veitinga saman, spjalla og hlæja og muna eftir að njóta líðandi stundar. Hér er einfalt, fljótlegt, gómsætt kaffimeðlæti. Þessi kaka klikkar aldrei og ef við erum fá þá skipti ég pakkanum í tvennt, helminga vatn og olíu en nota 2 egg - Þannig fæ ég 2 kökur úr einum pakka og finnst það ágætis útkoma."

SaveSave

Jarðarberja- og rabarbarakaka

Rabarbara- og jarðarberjakaka

Jarðarberja- og rabarbarakaka. Rabarbarinn er bestur í upphafi sumars og fram eftir sumri en sumar tegundir geta trénað eftir því sem á sumarið líður. Rabarbari og jarðarber fara afar vel saman. Svo má líka minna á þetta rabarbarapæ sem fer að teljast klassískt ;)

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup. Margir eru í vandræðum með eftirrétt um áramótin og vilja gjarnan prófa eitthvað nýtt. Freyðivínshlaup er afar hátíðlegt en minna má á að það er áfengt. Hér er það í staupum en einnig má setja það í eina skál og bera fram með öðrum eftirréttum, svona til að gefa fólki að bragða á. Ástæðan fyrir valinu á Jacob´s Greek í hlaupið er bæði vegna þess að það er fallegt á litinn og bragðgott.