Gulrótasúpa með eplum og engifer
Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.
— GULRÆTUR — SÚPUR — ENGIFER — VEGAN —
.
Gulrótasúpa með eplum og engifer
1 lítill laukur
3-4 msk góð olía
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk saxað engifer
1 lítið epli, saxað
4-5 b gulrætur í sneiðum
3-4 b grænmetissoð
1 ds kókosmjólk
múskat
salt og pipar
Saxið lauk og létt steikið í olíu, bætið við hvítlauk, engifer, epli, gulrótum, soði og kryddi. Sjóðið í um 30 mín. Bætið kókosmjólkinni við í restina og maukið.
.
— GULRÆTUR — SÚPUR — ENGIFER — VEGAN —
— GULRÓTASÚPA MEÐ EPLUM OG ENGIFER —
.