Súkkulaðipekanterta
Held ég sé kominn með súkkulaðiblæti (eða tilbúinn að viðurkenna það). Þessi súkkulaðitera þarf helst að bíða í ísskáp yfir nótt, við það verður hún mun betri.
.
Súkkulaðipekanterta
Botn:
2 b kakó
1 b pecan
1 b möndlur
1/2 b hunang
5-7 msk fljótandi kókosolía
1 tsk vanilla extract
1/3 tsk salt
Fylling:
1 b kakó
1/2 b brætt kakósmjör (brætt í vatnsbaði)
1 1/2 b pekanhnetur eða valhnetur
1/2 b vatn
1/2 b hunang
1/2 b fljótandi kókosolía
1/2 tsk himalyasalt
1 tsk vanilla
Botn: látið öll hráefnin í matvinnsluvél, maukið vel og setjið í kringlótt kökuform með lausum botni, þjappið. (ágætt að hafa bökunarpappír undir)
Fylling: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél, maukið vel og setjið ofan á botninn í forminu.
Skreytið með pekanhnetum og geymið í ísskáp yfir nótt.
Gott að hafa í huga að þessi kaka er glútínlaus, mjólkurlaus og sykurlaus.
.
.