Súkkulaðipekanterta

Súkkulaðiterta raw food hráterta pekan hnetur sykurlaus hráterta raw cake
Súkkulaðipekanterta

Súkkulaðipekanterta

Held ég sé kominn með súkkulaðiblæti (eða tilbúinn að viðurkenna það). Þessi súkkulaðitera þarf helst að bíða í ísskáp yfir nótt, við það verður hún mun betri.

— HRÁTERTURPEKAN

.

Súkkulaðipekanterta

Botn:

2 b kakó
1 b pecan
1 b möndlur
1/2 b hunang
5-7 msk fljótandi kókosolía
1 tsk vanilla extract
1/3 tsk salt

Fylling:

1 b kakó
1/2 b brætt kakósmjör (brætt í vatnsbaði)
1 1/2 b pekanhnetur eða valhnetur
1/2 b vatn
1/2 b hunang
1/2 b fljótandi kókosolía
1/2 tsk himalyasalt
1 tsk vanilla

Botn: látið öll hráefnin í matvinnsluvél, maukið vel og setjið í kringlótt kökuform með lausum botni, þjappið. (ágætt að hafa bökunarpappír undir)

Fylling: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél, maukið vel og setjið ofan á botninn í forminu.

Skreytið með pekanhnetum og geymið í ísskáp yfir nótt.

Gott að hafa í huga að þessi kaka er glútínlaus, mjólkurlaus og sykurlaus.

Súkkulaðipekanterta
Súkkulaðipekanterta

.

— HRÁTERTURPEKAN

— SÚKKULAÐIPEKANTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum. Lax er feitur, hollur og góður. Í staðinn fyrir að baka laxinn í ofni má setja hann á grillið. Það er vel þess virði að útbúa mangó chutney, það er mun bragðmeira en það sem fæst í búðum.

Hvernig breytum við um lífsstíl? Fyrirlestur í Stykkishólmi í kvöld kl 8

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL? Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.
Hótel Fransiskus í Stykkishólmi í kvöld, þriðjudaginn 10. apríl kl 20. 

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla