Auglýsing
Lime - og avókadóterta. Lime, avókadó, hráterta, hollusta, raw cake terta, Carola, gúddý, Marsibil
Lime- og avókadóterta – unaðslega góð hráterta

Lime- og avókadóterta

Enn ein unaðslega góða hrátertan – þessi fer beint á topp þrjú yfir bestu hráterturnar. Endilega prófið hana og bjóðið í kaffi, þið sjáið ekki eftir því. Ef þið eruð með mjúkar döðlur þarf auðvitað ekki að legga þær í bleyti. Það er kannski ekki alveg nauðsynlegt að leggja möndlurnar í bleyti en er samt betra. Kókosrjómann má t.d. fá með því að kæla dós af kókosmjólk, rjóminn þykknar og þannig er auðvelt að ná honum. Eins og áður hefur komið fram verða hrátertur oft betri á öðrum degi og alveg jafn góðar á þriðja degi. Upp með matvinnsluvélina…

 HRÁTERTUR — AVÓKADÓLIME

.

Lime- og avókadóterta

Botn:

3 dl pecanhnetur

2 dl kókosmjöl

10 döðlur

3 msk kókosolía, brædd

smá salt

Fylling:

3 dl kasjúhnetur

vanilluextract

rifinn börkur af tveimur lime

„kjöt“ úr einni lime, skorið í bita

320 g þroskað avókadó, skorið í bita (ca fimm lítil avókadó)

2 maple síróp eða gott hunang

3 msk kókosolía, brædd

smá salt

Ofan á:

150 g möndlur

150 g kókosrjómi*

1 tsk vanillu extract

safi úr einni lime

3 msk gott hunang

Botn: Leggið döðlurnar í um klst. Látið allt í matvinnsluvél og maukið. Setjið hring af kringlóttu springformi á tertudisk. Látið maukið þar í og þjappið vel – kælið

Fylling: Setjið allt í matvinnslu vél og látið ofan á botninn

Ofan á: Leggið möndlurnar í bleyti í um klst. Hellið vökvanum af og setjið matvinnsluvél ásamt kókosrjóma, vanillu, limesafa og hunangi og látið ofan á fyllinguna. Kælið í amk 2-3 klst – takið hringinn af og tertan er tilbúin. Þessa tertu má gera deginum áður, hún er alveg jafn góð ef ekki betri daginn eftir.

*Kókosrjómann má t.d. fá með því að kæla dós af kókosmjólk, rjóminn þykknar og þannig er auðvelt að ná honum.

Lime- og avókadóterta - unaðslega góð hráterta Carola Gúddý Guðrún Hulda Marsibil
Carola, Gúddý og Marsibil með tertuna góðu

 HRÁTERTUR — AVÓKADÓLIME

.

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Takk fyrir mig, mjōg góð kaka og falleg……svo verður maður svona líka skemmtilegur…eftir að hafa borðað hana.:)

Comments are closed.