Að njóta matar síns á jólahlaðborði

Að njóta matar síns á jólahlaðborði að kunna sig jólahlaðborð kurteisi borðsiðir
Mundu að jólahlaðborð gengur ekki bara út á að borða heldur ekki síður góðan félagsskap og almenna samgleði. Og jólaskapið auðvitað sem alltaf þarf að vera með í för.

Að njóta matar síns á jólahlaðborði

Matarsóun vesturlandabúa er geigvænleg og hlaðborðsveislur eru hættusvæði því þar hættir fólki til að raða meiru á diska sína en það munu nokkurn tíma geta hesthúsað í einu. Jólahlaðborð svigna gjarna undan dýrindis kræsingum sem erfitt er að standast enda mikið lagt upp úr að hafa þau sem veglegust. Af því leiðir að matarsóun getur orðið töluverð þegar gestir hlaða hugsunarlaust mat á diska sína sem þeir hafa síðan jafnvel hvorki áhuga á né tíma til að borða og kúfaðir diskar fara aftur inn í eldhús og beint í ruslið og stuðla þannig að loftslagsbreytingum. Nokkrar gullnar reglur geta hjálpað hlaðborðsgestum til að koma í veg fyrir matarsóun og gert upplifun þeirra af jólahlaðborðinu ánægjulegri.

Ekki hlaða um of á diskinn. Stór hrúga af óþekkjanlegum mat er ekki girnileg og alls konar sósur í einum graut eru almennt ekkert sérstaklega góðar á bragðið.

JÓLINJÓLAHLAÐBORÐKURTEISI/BORÐSIÐIR

.

Vandaðu valið

Þú þarft ekkert að smakka allt. Notaðu augun til að skoða matinn vel og vandlega svo þú uppgötvir ekki þegar að matborðinu er komið að þú ert með ofnæmi fyrir einhverju í helmingi réttanna.

Ekki óttast að spyrja

Kokkar og starfsfólk á hlaðborðinu eru þar til að svara spurningum þínum. Spurðu hvað er í matnum og hvaðan það kemur til að hjálpa þér að velja vel á diskinn. Góð regla er að blanda ekki saman óskyldum matartegundum. Ákveddu til dæmis að þú ætlir bara að fá þér fisk í fyrstu ferðinni, eða jafnvel bara síld og laxinn svo í næstu ferð.

Mundu að það eru engin takmörk fyrir því hvað þú mátt fara margar ferðir á jólahlaðborð og yfirleitt er meira en nóg af mat í boði. Þú getur því alveg tekið því rólega.

Raðaðu fallega á diskinn þinn og láttu lofta milli ólíkra tegunda. Þannig verður maturinn girnilegri og þú nýtur hans betur.

Ef þig langar að smakka margar tegundir taktu þá lítið í einu. Ef eitthvað er ómótstæðilega gott geturðu alltaf farið aftur og fengið þér meira.

Ekki vera með uppistand þegar þú ert að fá þér af hlaðborðinu. Skemmtilegir vinnufélagar eða hlaðborðsnautar geta orðið til þess að fólk gleymir sér og fær sér kannski sjö skeiðar af kartöflumús án þess að taka eftir því. Vertu í núinu þegar þú velur á diskinn og spjallaðu frekar við borðið.

Ekki mæta með hungurverki. Glorhungraður hlaðborðsgestur á á hættu að fá sér miklu meira á diskinn af einhverju, sem viðkomandi langar kannski ekki í, en annars. Ein brauðsneið eða ávöxtur eyðileggur ekki matarlystina, bara heldur henni í skefjum svo bragðlaukarnir fái betur að njóta.

Mundu að jólahlaðborð gengur ekki bara út á að borða heldur ekki síður góðan félagsskap og almenna samgleði. Og jólaskapið auðvitað sem alltaf þarf að vera með í för.

JÓLINJÓLAHLAÐBORÐKURTEISI/BORÐSIÐIR

.

Greinin birtist í jólablaði Fréttablaðsins 2018

JÓLINJÓLAHLAÐBORÐKURTEISI/BORÐSIÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.