Jarðarberja- og rabarbarakaka

Rabarbara- og jarðarberjakaka jarðarber rabarbari baka kaka terta eftirréttur kanill krydd múskat rabbarbari sumarlegt
Jarðarberja- og rabarbarakaka

Jarðarberja- og rabarbarakaka

Rabarbarinn er bestur í upphafi sumars og fram eftir sumri en sumar tegundir geta trénað eftir því sem á sumarið líður. Hvað um það, mér finnst rabarbarinn árstíðabundin afurð og frysti hann aldrei til að nota síðar. Rabarbari og jarðarber fara afar vel saman. Svo má líka minna á þetta rabarbarapæ sem fer að teljast klassískt 😉 Þeir sem ekki vilja nota egg eða þola þau illa geta blandað saman einni matskeið af hörfræjum og þremur af vatni og látið standa í um 15 mín. Hörfræin má sem sagt nota í staðinn fyrir egg

Jarðarberja- og rabarbarakaka

1 1/2 b niðurskorinn rabarbari

1 b jarðarber, skorin í fernt

1/2 b púðursykur

1/2 b góð olía

2 egg

2 msk vatn

1 tsk vanilla

1 1/2 b heilhveiti

1 tsk matarsóti

1/2 tsk kanill

1/4 tsk múskat

smá salt

Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið við rabarbara, jarðarberjum, púðursykri, eggjum, vatni og vanillu. Hrærið vel sama og bakið í eldföstu formi í um 30 mín við 170°

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaterta

Jardarberja terta

Jarðarberjaterta. Hef áður nefnt hér eftirminnilegar tertuhefðir í banræsku minni. Á nýársdag, eins langt og elstu menn muna, hefur verið jarðarberjaterta á boðstólnum á Brimnesi - dásamlega góð :) Það er svo ágætt að hafa í huga að botnana má baka tímanlega og frysta, þeir breytast ekkert við það.

Ferskju og bláberjabaka

Ferskju- og bláberjabaka

Ferskju og bláberjabaka. Þó smjördeig sé oftast bakað við háan hita í stuttan tíma  er hér betra að hafa hitann aðeins lægri, ferskjurnar eru safaríkar og safinn úr þeim getur lekið út um allt ef hann fær ekki að gufa upp að hluta í bakstrinum.

Fyrri færsla
Næsta færsla