Jarðarberja- og rabarbarakaka

Rabarbara- og jarðarberjakaka jarðarber rabarbari baka kaka terta eftirréttur kanill krydd múskat rabbarbari sumarlegt
Jarðarberja- og rabarbarakaka

Jarðarberja- og rabarbarakaka

Rabarbarinn er bestur í upphafi sumars og fram eftir sumri en sumar tegundir geta trénað eftir því sem á sumarið líður. Hvað um það, mér finnst rabarbarinn árstíðabundin afurð og frysti hann aldrei til að nota síðar. Rabarbari og jarðarber fara afar vel saman. Svo má líka minna á þetta rabarbarapæ sem fer að teljast klassískt 😉 Þeir sem ekki vilja nota egg eða þola þau illa geta blandað saman einni matskeið af hörfræjum og þremur af vatni og látið standa í um 15 mín. Hörfræin má sem sagt nota í staðinn fyrir egg

Jarðarberja- og rabarbarakaka

1 1/2 b niðurskorinn rabarbari

1 b jarðarber, skorin í fernt

1/2 b púðursykur

1/2 b góð olía

2 egg

2 msk vatn

1 tsk vanilla

1 1/2 b heilhveiti

1 tsk matarsóti

1/2 tsk kanill

1/4 tsk múskat

smá salt

Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið við rabarbara, jarðarberjum, púðursykri, eggjum, vatni og vanillu. Hrærið vel sama og bakið í eldföstu formi í um 30 mín við 170°

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasultaJarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasulta. Þessi sulta heillar alla, það má líka setja enn meira af jarðarberjum ef vill eins og þar stendur. Það er bráðsniðugt að taka með sér krukku af sultunni þegar farið er í heimsókn, já eða senda fólki glaðning.

Mandarínusmákökur – verðlaunasmákökur

Mandarínusmákökur. Það hefur nú þróast þannig að hluti af aðventunni er að smakka og dæma smákökur. Á dögunum vorum við í árlegri smökkun hjá Íslensku lögfræðistofunni. Eggert heillaði dómnefndina með mandarínusmákökunum. Bragðið af mandarínunum var passlega mikið. Stökkar kökur með svolitlu af súkkulaði gerir þær svo enn betri.

Fyrri færsla
Næsta færsla