Auglýsing
Rabarbara- og jarðarberjakaka jarðarber rabarbari baka kaka terta eftirréttur kanill krydd múskat rabbarbari sumarlegt
Jarðarberja- og rabarbarakaka

Jarðarberja- og rabarbarakaka. Rabarbarinn er bestur í upphafi sumars og fram eftir sumri en sumar tegundir geta trénað eftir því sem á sumarið líður. Hvað um það, mér finnst rabarbarinn árstíðabundin afurð og frysti hann aldrei til að nota síðar. Rabarbari og jarðarber fara afar vel saman. Svo má líka minna á þetta rabarbarapæ sem fer að teljast klassískt 😉 Þeir sem ekki vilja nota egg eða þola þau illa geta blandað saman einni matskeið af hörfræjum og þremur af vatni og látið standa í um 15 mín. Hörfræin má sem sagt nota í staðinn fyrir egg

Jarðarberja- og rabarbarakaka

1 1/2 b niðurskorinn rabarbari

1 b jarðarber, skorin í fernt

1/2 b púðursykur

1/2 b góð olía

2 egg

2 msk vatn

1 tsk vanilla

1 1/2 b heilhveiti

1 tsk matarsóti

1/2 tsk kanill

1/4 tsk múskat

smá salt

Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið við rabarbara, jarðarberjum, púðursykri, eggjum, vatni og vanillu. Hrærið vel sama og bakið í eldföstu formi í um 30 mín við 170°

Auglýsing