Rabarbarapæ með marengs

Rabarbarapæ með marengs Laufey birna Helga Hermannsdóttir, Vilborg Eiríksdóttir Stína Ben Vilborg rabarbari marengs rabbabari
Laufey Birna fær sér rabarbarapæ með marengs

Rabarbarapæ með marengs. Bústnir rabarbaraleggirnir eru nú fullvaxnir og bíða þess víða að verða teknir upp. Gamla góða rabarbarapæið stendur alltaf fyrir sínu – hér er komin eins konar hátíðarútgáfa af því. Í fimmtán ára afmæli Laufeyjar Birnu kom Vilborg frænka hennar með þetta líka fína rabarbarapæ með marengs.

— MARENGS — RABARBARI

Rabarbarapæ með marengs

400-500 g smátt skorinn rabarbari

1 dl kókosmjöl

ca 20-30 g marsipan (t.d. þessi í bleika pk)

Skerið rabarbarann í bita og setjið í form, magnið fer eftir smekk en má gjarnan þekja botninn. Stráið kókosmjöli yfir og blandað saman við. Yfir þetta er sáldrað gróft rifnu marsipani.

Deigið:

200 g smjör

1 1/2 dl sykur

2 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

2 egg

1 tsk vanillu extrakt (eða dropar)                                                                                                                                                               Bræðið smjörið í potti. Bætið þurrefnunum út í og hrærið saman. Setjið að síðustu eggin og vanillu og hrærið vel saman með sleif. Hellið yfir rabarbarann og bakið við 180°C í 20 mín.

Marengs:

3 eggjahvítur

100 g sykur

Setjið í skál og stífþeytið.

Kakan (sem nú er næstum bökuð) er tekin út úr ofninum og marengsinum smurt  yfir. Sett hið snarsta aftur í ofninn og bakað í 10 mínútur í viðbótar.

Helga Hermannsdóttir, Vilborg Eiríksdóttir Stína Ben
Helga, Vilborg og Stína
Rabarbarapæ með marengs
Vilborg með rabarbarapæ með marengs

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.