LKL-hrökkkex

lkl hrökkkex lágkolvetna kex fræ kex
LKL-hrökkkex

LKL-hrökkkex. Í bókinni Lágkolvetna lífstíllinn er þetta girnilega hrökkkex sem er bæði ótrúlega einfalt að útbúa og er líka ótrúlega gott.

LKL-hrökkkex

1 dl sesamfræ

1 dl graskersfræ

1 dl sólkjarnafræ

1,5 dl hörfræ

dass af salti

3 dl heitt vatn.

Blandið öllu saman og látið standa í 1/2 tíma. Dreifið síðan fræjunum í þétt en þunnt lag á ofnplötu sem er klædd bökunarpappír. Bakið í klukkustund við 120 gráður, lækkið þá í 100 gráður og bakið í klukkustund í viðbót. Þegar kexið er komið úr ofninum þarf það að kólna vel  og þá má skera það er brjóta í minni bita. Geymist í lokuðu íláti við stofuhita. (Gunnar Már Sigfússon)

LKL-hrökkkex

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Litríkt veislunammi frá Nínu

Litríkt veislunammi frá Nínu. Nína Jónsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún útbýr þessar litríku kúlur sem innihalda lakkrís og súkkulaði. Hægt er að sérpanta hjá henni flesta liti. Sjálf hefur hún gaman af því að halda veislur og vera með litaþema þannig kom þessi hugmynd upphaflega upp fyrir skírnarveislur en svo beint í kjölfarið byrjaði HM stemningin svo Nína fór að gera kúlur í fánalitunum. „Regnboga litirnir fyrir gleðigönguna voru svo eðlilegt framhald enda finnst mér þeir svo fallegir og ég fer alla leið að sjálfsögðu í gleðinni"

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði – einn sá allra besti

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði. „Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó.

Drífið ykkur til Siglufjarðar og njótið þess að borða marokkóskan mat – þið sjáið ekki eftir því.

SaveSave

SaveSave

SaveSave