Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasulta Edda Jónsdóttir rabarbari rabbarbari kanill vanilla edda jóns sulta jarðarber
Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasulta

Edda nágrannakona okkar kom færandi hendi á dögunum með nýsoðið sultutau. Svona líka ógurlega bragðgott

RABARBARIJARÐARBERSULTUR

.

Jarðarberja- og rabarbarasulta

1 kg rabarbari
1/2 kg jarðarber
1/2 lítra vatni
1/2 vanillustöng, klofin eftir endilöngu og fræin hreinsuð úr) eða vanillu extrakt
1 kanilstöng eða ca. msk kanill
1 rautt epli
2/3 b dökkt agavesíróp

Skerið niður rabarbarann í litla bita, látið í pott ásamt jarðarberjunum, vatni, vanillu, kanil, epli og sírópi. Sjóðið í ca. klukkustund við vægan hita. E voilá!

„Ég hef mestmegnis borðað hana útá skyr og fengið mér rjómaslettu með – ógurlega gott!“ E.J

🍓

RABARBARIJARÐARBERSULTUR

— JARÐARBERJA- OG RABARBARASULTA —

🍓

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótaterta – þessi getur bara ekki klikkað

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Aldrei þreytist ég á að dásama hrátertur og annað hráfæði. Svei mér þá, ég held þær geti bara ekki klikkað. Ef þið hafið ekki nú þegar bragðað hrátertur skuluð þið drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða. Nú ef þið hafið bragðað hrátertu skuluð þið samt sem áður drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða :)

Matmálstímar séra Ólafs á Kolfreyjustað

Matmálstímar séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað „Fyrir föður minn var ætíð dúkur breiddur inni í húsi hans og borið á borð að öllu eins og nú er siður. Þar borðaði móðir mín með honum stundum, en stundum borðaði hún í búrinu um leið og hún skammtaði.

Fyrri færsla
Næsta færsla