Rauðrófusalat

Rauðrófusalat rauðrófur salat salöt
Rauðrófusalat

Rauðrófusalat

Kræst hvað mér finnast rauðrófur góðar, sérstaklega þó ferskar en rauðrófusafinn er líka góður. Niðursoðnar rauðrófur tengir maður oftast við jólasteikina já eða sunnudagssteikina í gamla daga. Rauðrófur eru bráðhollar og ómótstæðilega góðar.

RAUÐRÓFURSALÖT

.

Rauðrófusalat

1 b rifnar rauðrófur

1 b rifnar gulrætur

1/4 b sólblómafræ

1 epli, saxað gróft

1 dl möndlur, saxaðar

safi úr einni appelsínu

safi úr 1/2 sítrónu

Blandið öllu saman og látið standa við stofuhita í amk klst.

Salat

Restin af rauðrófusalatinu fór svo saman við „venjulegt” salat

RAUÐRÓFURSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati

Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati. Er að missa mig í brauðtertunum. Á milli fór hefðbundið rækjusalat plús surimi. Ofan á eru soðin egg, laxamús úr túbu frá ABBA (samt ekki hljómsveitinni...), síld, rækjur, rauðlaukur, gúrkur og steinselja. Það er nú eins með þessar brauðtertur og allar hinar; Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn þegar þið varið að skreyta.

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.

Matarboð hjá Gunnari og Helenu – humarsúpa, nautasteik, Bernaise og súkkulaðiterta úr potti

Matarboð hjá Gunnari og Helenu. Heiðurshjónin Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir héldu matarboð og buðu nokkrum vinum sínum. Gunnar var í sveit heima í fjölmörg ár og stóð sig með stakri prýði enda hvers manns hugljúfi, vandvirkur og hörkuduglegur. Hann sér að mestu um matseldina á heimilinu en Helena bakar. Þau hjónin hafa áður komið við sögu hér, það var þegar þau bjuggu í Tyrklandi