Rauðrófusalat

0
Auglýsing
Rauðrófusalat rauðrófur salat salöt
Rauðrófusalat

Rauðrófusalat

Kræst hvað mér finnast rauðrófur góðar, sérstaklega þó ferskar en rauðrófusafinn er líka góður. Niðursoðnar rauðrófur tengir maður oftast við jólasteikina já eða sunnudagssteikina í gamla daga. Rauðrófur eru bráðhollar og ómótstæðilega góðar.

RAUÐRÓFURSALÖT

Auglýsing

.

Rauðrófusalat

1 b rifnar rauðrófur

1 b rifnar gulrætur

1/4 b sólblómafræ

1 epli, saxað gróft

1 dl möndlur, saxaðar

safi úr einni appelsínu

safi úr 1/2 sítrónu

Blandið öllu saman og látið standa við stofuhita í amk klst.

Salat

Restin af rauðrófusalatinu fór svo saman við „venjulegt” salat

RAUÐRÓFURSALÖT

.

Fyrri færslaFlatbrauð með hummús og salati
Næsta færslaDöðluterta Sóleyjar