Heilabollur á Hallormsstað

Bryndís Fiona Ford Úr tilraunaeldhúsinu á Hallormsstað: Geitakjöt, lambakjöt, hreindýrakjöt, chutney og sultur og kæfa gerð eftir uppskrift Sigrúnar P. Blöndal. Hallormsstaður bryndís skólameistari tilraunaeldhús heilabollur hreindýraheilabollur stappa úr heila heilastappa
Úr tilraunaeldhúsinu á Hallormsstað: Geitakjöt, lambakjöt, hreindýrakjöt, chutney og sultur og kæfa gerð eftir uppskrift Sigrúnar P. Blöndal. Heilabollurnar eru ofarlega til vinstri á myndinni.

Hallormsstaðarskóli hefur fengið andlitslyftingu ef svo smá segja, hefðbundin kennsla hefur vikið fyrir nýrri – samt ekki svo nýrri, því hluti af því sem unnið er með kemur frá Sigrúnu P. Blöndal sem ásamt manni sínum stofnaði skólann árið 1930. Þar er nú lögð áhersla á sjálfbærni og sköpun. Það var einstaklega áhugavert að ganga um þetta sögufræga hús og heyra söguna frá Bryndísi skólameistara og ekki síður að fræðast um það sem er að gerast núna og allar þær hugmyndir sem hún er að vinna að fyrir næstu ár. Hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að skoða heimasíðuna og fræðast stórmerkilega starfsemi skólans – HÉR.

.

HREINDÝREGILSSTAÐIRHÚSMÆÐRASKÓLARHALLORMSSTAÐUR

.

Það er nú kunnara en frá þurfi að segja að Austurland er matarkista með gjöful mið, fjöll og firði þar sem villtir sveppir og ber, lífrænt ræktað grænmeti og hreindýr eru meðal hráefna. Í náminu í Hallormsstaðarskóla er lögð áhersla á náttúruna og auðlindir í nærumhverfi. Nemendur kynnast hráefni í sínu náttúrulega umhverfi og læra fjölbreyttar aðferðir við meðhöndlun og nýtingu þess. Um leið læra nemendur að þekkja allan feril þeirra hráefna sem þeir vinna með en kennslan einkennist af árstíðarbundnu hráefni hverju sinni.

Hreindýraheilabollur. Áferðin minnti á lifrarpylsu og múskatið gaf gott bragð. Uppskriftin er neðst í færslunni

Í húsakynnum skólans er einnig rekið Tilraunaeldhúsið sem er matarsmiðja er er í stuttu máli vottuð aðstaða sem hefur tæki og tól til þess að framleiða matvæli og hreinlætisvörur. Aðstaðan er fyrst og fremst hugsuð fyrir smáframleiðendur og eða þá sem eru með hugmynd af einhverskonar matar- eða hreinlætisvöru framleiðslu og vilja leigja aðstöðuna til þess að prófa sig áfram og þróa sína vöru. Aðstaðan er mjög vel tækjum búið, þar má meðal annars nefna stóran kælir og stóran frysti, nýjan fjölnota ofn, alkyns kjötiðnaðar græjur, pasta gerðarvélar, stór hrærivél, stór vacumvél. Við þetta má bæta að verið er að skoða að bæta við á nýju ári frostþurrkunarvél sem til þessa hefur hvergi annarsstaðar (að mér vitandi) utan höfuðborgarsvæðisins verið aðgengileg almenningi, en það er notkun hennar er til þess ætluð að frysta mætvæli við MJÖG lágan hita og við svoleiðis meðhöndlun haldast næringargildi og bragðeiginleikar hráefnisins á einstaklega góðan hátt.

Umsjón með Tilraunaeldhúsinu í Hallormsstað hafa þau Kári Þorsteinsson og Bára Dögg Þórhallsdóttir. Kári er útskrifaður matreiðslumeistari og hefur starfað í veitingargeiranum í að verða 20 ár. Hann hefur mikinn áhuga á að nýta staðbundið hráefni, fullnýtingu hráefna og ýmsum vinnslu- og geymsluaðferðum. Hann er öllum sem leigja aðstöðuna innan handar þegar kemur að ráðgjöf við þróun vöru sé þess óskað.

Bára Dögg er iðnaðartæknifræðingur og hefur mikla reynslu að því að starfa við bókhald og verkefnastjórnun. Hún getur veitt ráðgjöf sé þess óskað við markaðsetningu, bókhald nýs fyrirtækis. Saman mynda þau ótrúlega flott teymi og mjög spennt fyrir því að þá viðskiptavini í Tilraunaeldhúsið í Hallormsstað.

Tilraunaeldhúsinu var komið á fót í setpember 2021. Netfang Tilraunaeldhúsins er opið fyrir hverslagt fyrirspurnir tilraunaeldhus@haskolinn.is

.

Óáfengur bláberjasnafs
Sápur eru gerðar úr fitum, m.a. hreindýrafitu
Í skólanum er verið að vinna með iðnaðarhamp og prófa hann í ýmislegt
Í vefstofunni
Heilabollur, uppskrift úr bók Sigrúnar P. Blöndal skólastýru Húsmæðraskólans á Hallormsstað

.

HALLORMSSTAÐASKÓLI OG TILRAUNAELDHÚSIÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.